Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 23:54
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag hefur misst stuðning helmings leikmannahópsins
Það er víða pottur brotinn hjá Manchester United.
Það er víða pottur brotinn hjá Manchester United.
Mynd: EPA
Erik ten Hag stjóri Manchester United virðist vera að 'missa klefann' eins og það kallast, miðað við fréttir frá Englandi. Sky Sports segir að helmingur leikmannahópsins sé búinn að missa trú á Hollendingnum og aðferðum hans.

Eftir tap gegn Newcastle er liðið í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar, það er þegar fallið úr deildabikarnum og er líklega á útleið úr Meistaradeildinni.

Enskir fjölmiðlar segja leikmenn ósátta við leikaðferð Ten Hag og æfingaprógrammið sem ku innihalda mikið af hlaupum. Þá telji þeir að hann geti bætt sig í mannlegum samskiptum.

ESPN segir að Ten Hag eigi verk að vinna að fá leikmenn til að standa með sér í þeim mikilvægu vikum sem framundan er.

Það hefur sýnt sig undanfarin ár að það virðist mikið verk að halda leikmönnum Manchester United ánægðum og fá þá til að leggja sig fram. Liðið hefur fengið mikla gagnrýni eftir leikinn gegn Newcastle þar sem menn virtust hreinlega ekki nenna að hlaupa eða leggja eitthvað á sig fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner