Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. febrúar 2023 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dagný náði jafntefli gegn Arsenal - Ingibjörg skoraði
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru nokkur Íslendingalið sem mættu til leiks í kvennaboltanum í dag og átti Dagný Brynjarsdóttir frábæran leik gegn ógnarsterku liði Arsenal.


Dagný lék allan leikinn á miðri miðjunni er Hamrarnir vörðust hverri sókn Arsenal fætur annarri. Seiglan borgaði sig að lokum því lokatölur urðu 0-0, en lið Arsenal hefur litið á þennan leik sem skyldusigur sérstaklega eftir að Manchester United missteig sig fyrr í dag.

María Þórisdóttir var á bekknum í markalausu jafntefli Man Utd gegn Everton en Arsenal tókst ekki að nýta sér þetta.

Chelsea og Manchester City gripu tækifærið og unnu sína leiki. Chelsea er á toppi deildarinnar sem stendur, með Man Utd í öðru sæti og svo koma Arsenal og Man City skammt undan.

West Ham 0 - 0 Arsenal

Man Utd 0 - 0 Everton

Ingibjörg Sigurðardóttir er eini Íslendingurinn sem skoraði í leikjum dagsnis. Hún var í liði Vålerenga sem lagði Hammarby að velli 3-1 í æfingaleik.

Ingibjörg, sem er reynslumikill varnarjaxl, skoraði síðasta markið í sigrinum. Hún er aðeins 25 ára gömul en á nú þegar 45 A-landsleiki að baki.

Ingibjörg er uppalin í Grindavík en gerði garðinn frægan sem leikmaður Breiðabliks áður en hún var fengin út til Svíþjóðar og svo Noregs.

Að lokum var Anna Björk Kristjánsdóttir ekki í leikmannahópi Inter sem lagði Sassuolo að velli á meðan viðureign FC Bayern gegn Potsdam var frestað. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru á mála hjá Bayern.

Vålerenga 3 - 1 Hammarby
1-0 K. Saevik ('5)
1-1 Cooney-Cross ('44)
2-1 Y. Tennebo ('73)
3-1 Ingibjörg Sigurðardóttir ('75)

Inter 3 - 0 Sassuolo


Stöðutaflan England England - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea W 22 19 3 0 56 13 +43 60
2 Arsenal W 22 15 3 4 62 26 +36 48
3 Manchester Utd W 22 13 5 4 41 16 +25 44
4 Manchester City W 22 13 4 5 49 28 +21 43
5 Brighton W 22 8 4 10 35 41 -6 28
6 Aston Villa W 22 7 4 11 32 44 -12 25
7 Liverpool W 22 7 4 11 22 37 -15 25
8 Everton W 22 6 6 10 24 32 -8 24
9 West Ham W 22 6 5 11 36 41 -5 23
10 Leicester City W 22 5 5 12 21 37 -16 20
11 Tottenham W 22 5 5 12 26 44 -18 20
12 Crystal Palace W 22 2 4 16 20 65 -45 10
Athugasemdir
banner