Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. mars 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær tók ákvörðun eftir að hafa farið á leik með Fernandes
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur greint frá því að hann hafi ákveðið að kaupa Bruno Fernandes frá Sporting Lisabon eftir að hafa farið sjálfur og séð leikmanninn spila.

Fernandes kom til United í janúar en hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í fyrstu fimm byrjunarliðsleikjum sínum.

„Þegar þú ferð og sérð hann spila þá færðu tilfinninnguna fyrir leikmanninum," sagði Solskjær.

„Það sem ég hreifst mest af þá var persónuleikinn hans. Við vissum að hann hefði gæði og hæfileika."

„Ef þú fylgist með honum allan leikinn þá sérð hversu mikið hann vill vinna. Hann er með þennan eldmóð í sér. Ég hugsaði, já, þetta er karakterinn sem við þurfum."

Athugasemdir
banner
banner