Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 05. ágúst 2020 14:53
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Mjög stórt skref ef við vinnum Evrópudeildina
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það yrði stórt fyrir félagið að vinna Evrópudeildina.

United heldur áfram í Evrópudeildinni í kvöld þegar liðið mætir LASK frá Austurríki í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum.

Manchester United leiðir 5-0 eftir fyrri leikinn og er á leið í 8-liða úrslit þar sem það mætir Istanbul Basaksehir eða FC Kaupmannahöfn.

„Þegar ég vann minn fyrsta titil sem leikmaður gerði það mig ennþá hungraðari," sagði Solskjær.

„Liðið hefur vaxið á þessu tímabili og við erum ánægðir með að enda í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni. Ef við getum náð að landa titli þá yrði það mjög stórt skref fram á við."
Athugasemdir
banner