Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   lau 05. október 2024 19:43
Sölvi Haraldsson
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Kvenaboltinn
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrst og fremst er þetta gífurlegt svekkelsi. Ég hélt að við myndum ná að pota inn einu marki hérna í restina. Við töpuðum ekki þessum titli í þessum leik, við gerðum það í Þróttaraleiknum.“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, eftir 0-0 jafntefli við Breiðablik í dag sem þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistarar og Valur endar tímabilið í 2. sæti deildarinnar.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Hvernig fannst Fanndísi að spila í þessum leik og hvernig fannst henni leikurinn spilast?

„Mér fannst þær ekki skapa sér mikið nema þegar við misstum boltann og við buðum þeim upp í færin. Ekki mikið um opin færi en við áttum margar fyrirgjafir sem við hefðum átt að nýta allaveganna einu sinni.

Fanndís fékk dauðafæri í blálokin en hún skaut framhjá. Hvernig leið henni eftir það færi?

Ó já hræðilegt. Ég hitti hann svo vel, en já.“

Fanndís talar um að leikurinn hafi ekki tapast í dag heldur í Þróttaraleiknum sem hún nefndi áður í viðtalinu.

Þar tapast þetta bara. Við vorum ekki nógu góðar í þeim leik. Ótrúlega svekkjandi.

Eitthvað jákvætt sem bæði lið geta tekið út úr leiknum er að það var slegið áhorfendamet í dag en alls mættu 1625 á Valur - Breiðablik.

Frábært. Þetta var skemmtilegur leikur að spila. Ótrúlega gaman að sjá svona marga mæta. Vonandi er þetta það sem koma skal í framtíðinni í kvennafótboltanum.“

Nánar er rætt við Fanndísi í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner