29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 05. október 2024 19:43
Sölvi Haraldsson
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Kvenaboltinn
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrst og fremst er þetta gífurlegt svekkelsi. Ég hélt að við myndum ná að pota inn einu marki hérna í restina. Við töpuðum ekki þessum titli í þessum leik, við gerðum það í Þróttaraleiknum.“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, eftir 0-0 jafntefli við Breiðablik í dag sem þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistarar og Valur endar tímabilið í 2. sæti deildarinnar.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Hvernig fannst Fanndísi að spila í þessum leik og hvernig fannst henni leikurinn spilast?

„Mér fannst þær ekki skapa sér mikið nema þegar við misstum boltann og við buðum þeim upp í færin. Ekki mikið um opin færi en við áttum margar fyrirgjafir sem við hefðum átt að nýta allaveganna einu sinni.

Fanndís fékk dauðafæri í blálokin en hún skaut framhjá. Hvernig leið henni eftir það færi?

Ó já hræðilegt. Ég hitti hann svo vel, en já.“

Fanndís talar um að leikurinn hafi ekki tapast í dag heldur í Þróttaraleiknum sem hún nefndi áður í viðtalinu.

Þar tapast þetta bara. Við vorum ekki nógu góðar í þeim leik. Ótrúlega svekkjandi.

Eitthvað jákvætt sem bæði lið geta tekið út úr leiknum er að það var slegið áhorfendamet í dag en alls mættu 1625 á Valur - Breiðablik.

Frábært. Þetta var skemmtilegur leikur að spila. Ótrúlega gaman að sjá svona marga mæta. Vonandi er þetta það sem koma skal í framtíðinni í kvennafótboltanum.“

Nánar er rætt við Fanndísi í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner