Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   lau 05. október 2024 19:43
Sölvi Haraldsson
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Kvenaboltinn
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrst og fremst er þetta gífurlegt svekkelsi. Ég hélt að við myndum ná að pota inn einu marki hérna í restina. Við töpuðum ekki þessum titli í þessum leik, við gerðum það í Þróttaraleiknum.“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, eftir 0-0 jafntefli við Breiðablik í dag sem þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistarar og Valur endar tímabilið í 2. sæti deildarinnar.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Hvernig fannst Fanndísi að spila í þessum leik og hvernig fannst henni leikurinn spilast?

„Mér fannst þær ekki skapa sér mikið nema þegar við misstum boltann og við buðum þeim upp í færin. Ekki mikið um opin færi en við áttum margar fyrirgjafir sem við hefðum átt að nýta allaveganna einu sinni.

Fanndís fékk dauðafæri í blálokin en hún skaut framhjá. Hvernig leið henni eftir það færi?

Ó já hræðilegt. Ég hitti hann svo vel, en já.“

Fanndís talar um að leikurinn hafi ekki tapast í dag heldur í Þróttaraleiknum sem hún nefndi áður í viðtalinu.

Þar tapast þetta bara. Við vorum ekki nógu góðar í þeim leik. Ótrúlega svekkjandi.

Eitthvað jákvætt sem bæði lið geta tekið út úr leiknum er að það var slegið áhorfendamet í dag en alls mættu 1625 á Valur - Breiðablik.

Frábært. Þetta var skemmtilegur leikur að spila. Ótrúlega gaman að sjá svona marga mæta. Vonandi er þetta það sem koma skal í framtíðinni í kvennafótboltanum.“

Nánar er rætt við Fanndísi í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner