Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   þri 05. desember 2023 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Ormslev spáir í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Gunnar Ormslev.
Gunnar Ormslev.
Mynd: Úr einkasafni
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus.
Mynd: EPA
Skorar Höjlund loksins í deildinni?
Skorar Höjlund loksins í deildinni?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gunnar spáir Liverpool þægilegum sigri.
Gunnar spáir Liverpool þægilegum sigri.
Mynd: EPA
Katla Tryggvadóttir, leikmaður Kristianstad, var með sex rétta þegar hún spáði í leiki síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal spáði hún fyrir um hárrétt úrslit í 3-3 jafntefli Manchester City og Tottenham. Geri aðrir betur!

Það er leikið í þessari stórskemmtilegu deild núna í miðri viku og eru margir áhugaverðir leikir. Umferðin hefst í kvöld og klárast á fimmtudaginn en við fengum Gunnar Ormslev, fótboltalýsandann öfluga á Síminn Sport, til að spá í leikina sem framundan eru.

Wolves 2 - 0 Burnley (19:30 í kvöld)
Vincent Kompany verður ekki í draumalandinu lengi eftir sigurinn á arfaslökum Sheffield mönnum. Wolves endurheimta Mario Lemina og sigla öruggum 2-0 sigri á Molineux.

Luton 0 - 3 Arsenal (20:15 í kvöld)
Luton sóttu hetju stig gegn Liverpool í elleftu umferðinni á heimavelli en Arsenal munu skora tiltölulega snemma og heimamenn munu ekki sjá mikið til sólar eftir það. Óvænt tvenna frá Gabriel Jesus og Saka með hitt markið.

Brighton 3 - 2 Brentford (19:30 á morgun)
Verður markaleikur á Amex eins og svo oft áður. Brighton sakna Lewis Dunk í vörninni en ná að krækja í þrjú stig þrátt fyrir það. Joao Pedro skorar sigurmarkið úr víti líklega.

Fulham 2 - 1 Nottingham Forest (19:30 á morgun)
Bæði lið verið léleg undanfarið en eru líka bæði óútreiknanleg því Fulham stóðu heldur betur í Liverpool um helgina og Forest lögðu Villa fyrir stuttu. Heimamenn vinna að þessu sinni 2-1, Bobby Reid skorar annan leikinn í röð.

Crystal Palace 1 - 1 Bournemouth (19:30 á morgun)
Þessi verður eflaust ekki mikið fyrir augað. Palace hafa verið slakir í undanförnum leikjum og aðeins tekið fimm stig úr síðustu sjö en Bournemouth og Iraola verið flottir. Þessi leikur endar 1-1, Bournemouth komast yfir en Palace jafna um miðbik seinni hálfleiks með marki Michael Olise.

Sheffield United 0 - 4 Liverpool (19:30 á morgun)
Sheffield eru slakasta lið deildarinnar og Paul Heckinbottom var fyrsti þjálfarinn sem var látinn fara í deildinni í ár. Liverpool eru hátt uppi eftir endurkomusigur gegn Fulham og slátra iðnaðarmönnunum í Sheffield. Salah gerir tvö, Nunez eitt, Diaz eitt.

Aston Villa 2 - 2 Man City (20:15 á morgun)
Býst við skemmtilegum og opnum leik á Villa Park, Unai Emery spilar með háa línu sem gæti orðið hættulegt gegn City en á móti sakna gestirnir Rodri sem er í leikbanni vegna fimm gulra spjalda. Fjögurra marka, stórskemmtilegur leikur þar sem Villa kemst í 2-1 en City jafna á 80. mínútu með marki Erling Haaland.

Man Utd 2 - 1 Chelsea (20:15 á morgun)
Tveir sofandi risar sem mætast á Old Trafford. Góðu fréttirnar fyrir heimamenn er að þetta er á Old Trafford, annars væru úrslitin líklega ráðin fyrir. Raheem Sterling kemur Chelsea yfir 1-0 en heimamenn koma til baka og Rasmus Höjlund skorar loksins mark í Premier League.

Everton 1 - 1 Newcastle (19:30 á fimmtudag)
Þrátt fyrir meiðslavandræði hafa Newcastle spilað vel en það mun ekki duga til á Goodison Park. Everton aðeins sigrað einn af sjö heima og Newcastle aðeins sigrað einn af sex á útivelli og sá árangur núllast út í 1-1 jafntefli.

Tottenham 2 - 0 West Ham (20:15 á fimmtudag)
Tottenham eru að ranka við sér eftir öll meiðslin og endurheima Cristian Romero úr banni sem mun reynast mikilvægt enda varla boðlegt að stilla upp Ben Davies og Emerson Royal í hafsentum. Son og Kulusevski skora fyrir Spurs.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 6 2 64 25 +39 63
2 Man City 27 19 5 3 62 27 +35 62
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 27 17 4 6 59 37 +22 55
5 Tottenham 26 15 5 6 55 39 +16 50
6 Man Utd 27 14 2 11 37 39 -2 44
7 West Ham 27 12 6 9 43 47 -4 42
8 Newcastle 27 12 4 11 57 45 +12 40
9 Brighton 27 10 9 8 49 44 +5 39
10 Wolves 27 11 5 11 40 43 -3 38
11 Chelsea 26 10 6 10 44 43 +1 36
12 Fulham 27 10 5 12 39 42 -3 35
13 Bournemouth 26 8 7 11 35 47 -12 31
14 Crystal Palace 27 7 7 13 32 47 -15 28
15 Brentford 27 7 5 15 39 50 -11 26
16 Everton 27 8 7 12 29 37 -8 25
17 Nott. Forest 27 6 6 15 34 49 -15 24
18 Luton 26 5 5 16 37 54 -17 20
19 Burnley 27 3 4 20 25 60 -35 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner
banner