Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   þri 05. desember 2023 14:07
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag um meinta óánægju: Viss um að leikmenn standa með mér
Erik ten Hag ræðir við Marcus Rashford.
Erik ten Hag ræðir við Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Það gustar um Manchester United, einu sinni sem oftar. Enskir fjölmiðlar segja óeiningu í klefanum og sagt hefur verið að helmingur leikmannahópsins sé ekki á bandi stjórans Erik ten Hag.

Ten Hag segir að þessar fréttir séu ekki sannar.

„Nei þetta er ekki satt. Auðvitað eru alltaf leikmenn sem eru ekki að spila og eru ekki eins ánægðir. Það er þannig í öllum liðum og er eðlileg. Menn þurfa að bíða eftir síðu tækifæri, en það eru engin vandamál," segir Hollendingurinn.

Ten Hag var spurður að því hvort leikmenn stæðu við bakið á honum?

„Já, ér viss um það. Það er hægt að horfa á endurkomuna gegn Brentford, leikina gegn Burnley og Fulham. Liðsheildin er til staðar. Við höfum sýnt karakter og vilja, við stöndum saman. Það er ekki hægt að spila eins góðan fótbolta og við höfum gert nýlega án þess að hafa samheldni."

Ten Hag segist alltaf hlusta á skoðanir leikmanna sinna og gefi þeim tækifæri á að ræða hlutina. Leikmenn liðsins vilji spila þann leikstíl sem liðið spilar.

Ekki rétt vinnubrögð
Fjórir fjölmiðlar hafa verið settir í bann hjá Manchester United og mega ekki mæta á fréttamannafundi félagsins.

„Þeir hefðu átt að hafa samband við okkur að fyrra bragði, ekki fara á bak við okkur og prenta út greinar. Það eru ekki rétt vinnubrögð. Við eigum í góðu sambandi við þessa fjölmiðla og erum að ræða við þá," segir Ten Hag.

Við erum ekki vélmenni
Manchester United fékk mikla gagnrýni eftir 1-0 tap gegn Newcastle síðasta laugardag.

„Við áttum viku með tveimur góðum frammistöðum og einni slæmri. Liðið er á leið í rétta átt. Það spilaði mjög góðan fótbolta og skoraði góð mörk gegn Galatasaray og Everton en gegn Newcastle spiluðum viið ekki vel," segir Ten Hag.

„Við erum meðvitaðir um það, við erum ekki ánægðir með frammistöðuna en vorum inni í leiknum og hefðum getað fengið stig með aðeins meiri ákveðni. Við erum ekki vélmenni, ef lið spilar þrjá erfiða leiki á sex dögum getur komið upp þreyta. Maður notar það alls ekki sem afsökun en það er staðreynd."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner