Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   fös 05. desember 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sautján þjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ útskrifaði á dögunum 17 þjálfara með KSÍ/UEFA Pro þjálfararéttindi og er mikið af þekktum nöfnum í íslenska fótboltaheiminum.

Námskeiðið stóð yfir í eitt og hálft ár, eða allt frá febrúar 2024 til nóvember 2025. Þetta er þriðji hópurinn sem útskrifast með gráðuna.

Alls eru því 79 þjálfarar sem hafa öðlast réttindin frá því að þau voru fyrst gefin út. Fjórða KSÍ Pro námskeiðið hefst í apríl 2026 og opnar fyrir umsóknarferlið í janúar.

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar og Nik Chamberlain þjálfari Kristianstad eru á meðal þeirra sem útskrifuðust með þriðja hópnum, ásamt Gregg Ryder, Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, Jökli Elísabetarsyni, Hallgrími Jónassyni og Ian Jeffs meðal annars.

Útskrifaðir þjálfarar:
Björgvin Karl Gunnarsson
Björn Sigurbjörnsson
Gregg Ryder
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Halldór Geir Heiðarsson
Halldór Jón Sigurðsson
Hallgrímur Jónasson
Hannes Þ. Sigurðsson
Hlynur Eiríksson
Ian Jeffs
Jonathan Glenn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jökull Elísabetarson
Magnús Már Einarsson
Nenad Zivanovic
Nik Chamberlain
Þórhallur Siggeirsson
Athugasemdir
banner