lau 06. febrúar 2021 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid lenti í kröppum dansi - Varane með tvö
Varane skoraði tvennu fyrir Madrídarstórveldið.
Varane skoraði tvennu fyrir Madrídarstórveldið.
Mynd: Getty Images
Real Madrid kom til baka gegn Huesca eftir að hafa lent undir gegn þeim á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í seinni hálfleiknum kom Javi Galan liði Huesca yfir. Stórveldið frá Madríd svaraði því fljótlega og var þar að verki miðvörðurinn Raphael Varane.

Varane átti stórleik og hann bjargaði Real Madrid í dag með öðru marki sínu á 84. mínútu. Bæði mörkin komu eftir föst leikatriði.

Real verður án fyrirliða síns, Sergio Ramos, næstu vikurnar en hann fór í aðgerð á hné á dögunum. Varane steig upp í dag og er liðið í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 43 stig, sjö stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Þess ber þó að geta að Atletico á tvo leiki til góða á nágranna sína í Real Madrid. Huesca er á botni deildarinnar.

Þá gerðu Levante og Granada jafntefli í fjörugum leik, 2-2. Granada er í áttunda sæti og Levante í níunda sæti.

Huesca 1 - 2 Real Madrid
1-0 Javi Galan ('48 )
1-1 Raphael Varane ('55 )
1-2 Raphael Varane ('84 )

Levante 2 - 2 Granada CF
1-0 Jose Luis Morales ('30 )
1-1 Kenedy ('43 )
2-1 Jose Luis Morales ('67 )
2-2 Roberto Soldado ('90 )

Leikir kvöldsins:
17:30 Elche - Villarreal
20:00 Sevilla - Getafe
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner