Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Flick ósáttur með dómarann: Óheppnir að sigra ekki
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hansi Flick þjálfari Barcelona svaraði spurningum eftir tap Barcelona gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Börsungar töpuðu eftir ótrúlega spennandi rimmur þar sem lokatölur urðu 7-6 eftir framlengingu í Mílanó.

„Ég er mjög vonsvikinn með að vera dottinn úr leik en ég er ánægður með frammistöðu strákanna, þeir reyndu allt til að sigra þessa viðureign. Þegar strákarnir horfa í spegilinn í kvöld þá geta þeir verið stoltir því þeir áttu skilið að fara í úrslitaleikinn. Við erum úr leik en við snúum aftur á næstu leiktíð og reynum að sigra þessa keppni," sagði Flick.

„Inter er með virkilega sterkt lið sem verst mjög vel en er líka stórhættulegt sóknarlega. Þeir eru með mikla reynslu og frábæran framherja. Við erum ennþá með ungt lið sem á eftir að bæta sig, sérstaklega varnarlega."

Flick kvartaði undan dómgæslunni þar sem honum leið eins og það hafi hallað á sína menn, en Pólverjinn Szymon Marciniak var á flautunni.

„Við vorum frábærir í seinni hálfleik og óheppnir að sigra ekki. Ég vil ekki tala um dómarann en hver einasta 50/50 ákvörðun féll með þeim, það gerir mig leiðan. Við gáfum allt í þetta."

Þess má geta að Barcelona hefur sýnt Lautaro Martínez áhuga í fortíðinni en fyrirliðinn hefur aldrei sýnt áhuga á að yfirgefa Inter.
Athugasemdir
banner