Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Dumfries bestur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir sturlaðan undanúrslitaleik Inter gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu.

Inter komst í úrslitaleikinn eftir framlengdan leik og var hollenski vængbakvörðurinn Denzel Dumfries valinn sem besti leikmaður vallarins hjá Sky. Markvörðurinn Yann Sommer var þó valinn maður leiksins hjá UEFA.

Dumfries fær þó aðeins 7 í einkunn fyrir sinn þátt í 4-3 sigrinum í kvöld, þar sem hann lagði tvö mörk upp - meðal annars jöfnunarmarkið mikilvæga á 93. mínútu til að koma leiknum í framlengingu.

Flestir leikmenn vallarins fá sjö í einkunn fyrir sinn þátt en einhverjir fá sexur.

Inter: Sommer (7), Bisseck (6), Acerbi (7), Bastoni (6), Dimarco (6), Dumfries (7), Calhanoglu (6), Mkhitaryan (7), Barella (7), Thuram (7), Martinez (7)
Varamenn: Augusto (6), Darmian (6), Taremi (6), Zielinski (6), Frattesi (7), De Vrij (6).

Barcelona: Szczesny (7), Garcia (6), Cubarsi (6), Inigo (7), Martin (7), De Jong (7), Pedri (6), Yamal (7), Olmo (7), Raphinha (7), Torres (6).
Varamenn: Araujo (6), Lopez (6), Lewandowski (6), Delgado (6), Fort (6), Gavi (6).
Athugasemdir
banner