Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 16:39
Ívan Guðjón Baldursson
Ari og Júlíus töpuðu - 17 ára Tómas Óli í byrjunarliði AGF
Mynd: Elfsborg
Síðustu leikjum dagsins er lokið hjá atvinnumönnunum okkar sem leika erlendis.

Júlíus Magnússon og Ari Sigurpálsson komu báðir inn af bekknum í 0-2 tapi hjá Elfsborg á heimavelli gegn Häcken.

Þeim var skipt saman inn á 67. mínútu leiksins, þegar staðan var ennþá 0-1.

Meðan Júlíus og Ari voru á vellinum var Elfsborg sterkara liðið, en tókst þó ekki að næla í jöfnunarmark. Þess í stað refsaði Häcken með marki á 93. mínútu til að innsigla sigurinn.

Á sama tíma var sautján ára gamall Tómas Óli Kristjánsson í byrjunarliði AGF sem gerði markalaust jafntefli við OB í æfingaleik í Danmörku.

Tómas Óli er gríðarlega efnilegur leikmaður. Hann er uppalinn hjá Stjörnunni en flutti til Danmerkur í fyrra.

Tómas er algjör lykilmaður í yngri landsliðum Íslands þar sem hann hefur skorað 8 mörk í 19 leikjum.
Athugasemdir