Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Sunderland lánar fyrrum vonarstjörnu Frakka til Aberdeen (Staðfest)
Mynd: Sunderland
Nýliðar Sunderland hafa lánað franska miðjumanninn Adil Aouchiche til Aberdeen í Skotlandi.

Aouchiche er 22 ára gamall og verið á mála hjá Sunderland síðastliðin tvö ár.

Hann hefur spilað 38 leiki í öllum keppnum með liðinu og komið að sex mörkum, en ekki náð að brjóta sér leið inn í liðið.

Sunderland, sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildina í vor, hefur nú lánað hann til Aberdeen út leiktíðina og getur skoska félagið fest kaup á honum á meðan lánsdvölinni stendur.

Aouchiche var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður Frakklands og á enn metið sem yngsti markaskorari Paris Saint-Germain í franska bikarnum.

Hann á 48 leiki og 21 mark fyrir öll yngri landslið Frakklands, og var mikið í hann spunnið, en það er ekki öll von út fyrir hann að komast á toppinn, enda kornungur enn.


Athugasemdir