Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Denzel Dumfries til Man City?
Mynd: EPA
Manchester City hefur hafið viðræður við umboðsmann hollenska vængbakvarðarins Denzel Dumfries en þetta segir blaðamaðurinn Steve Kay í dag.

Félög utan Ítalíu hafa rúma viku til þess að virkja 25 milljóna evra klásúlu í samningi Dumfries en þann 15. júlí rennur hún úr gildi.

Dumfries er 29 ára gamall og verið einn af bestu vængbakvörðum heims síðustu ár.

Fabrizio Romano hefur greint frá því að Barcelona hafi áhuga á að fá Dumfries en blaðamaðurinn Steve Kay gengur lengra og segir að Man City sé þegar búið að opna viðræður við leikmanninn.

Pep Guardiola, stjóri Man City, vill fá Dumfries í stað Kyle Walker sem gekk í raðir Burnley á dögunum.

Það hjálpar einnig að Man City á í mjög góðu sambandi við umboðsmann Dumfries sem er einnig með John Stones, Manuel Akanji og Nathan Aké á sínum snærum.
Athugasemdir
banner