Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. ágúst 2022 17:39
Brynjar Ingi Erluson
Áfall fyrir Everton - Godfrey borinn af velli
Ben Godfrey var borinn af velli
Ben Godfrey var borinn af velli
Mynd: EPA
Enski varnarmaðurinn Ben Godfrey gæti verið lengi frá eftir að hann meiddist í leik Everton gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Atvikið átti sér stað á 10. mínútu. Godfrey fleygði sér í tæklingu er Kai Havertz var að munda skótfotinn og má alveg færa rök fyrir því að hann hafi bjargað marki en það kostaði sitt.

Godrey festi fótinn í grasinu og snéri upp á ökklann en það tók dágóðan tíma í að huga að honum áður en leikmaðurinn var borinn af velli.

Endursýningar í atvikinu líta ekki vel út en hann virðist hafa brotið á sér ökklann.

Þetta er mikið áfall fyrir Everton en Godfrey er með öflugustu varnarmönnum liðsins. Engar fréttir hafa borist af meiðslunum en það má gera ráð fyrir frekari uppfærslu á stöðunni síðar í kvöld.

Staðan í hálfleik er 1-0 fyrir Chelsea en Jorginho skoraði úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner