Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   þri 06. ágúst 2024 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Val á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks. Valsmenn voru sterkir í upphafi leiks en það voru KA menn sem skoruðu markið sem skildi liðin að.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Það var mikilvægt að ná þessu marki, þetta var hörku leikur, tvö góð lið. Svo urðum við manni fleiri, það er oft kúnst að spila þannig að þeir hafi engu að tapa. Mér fannst við gera mjög vel í dag, þetta sýnir hvernig við erum búnir að vera undanfarnar vikur," sagði Viðar Örn.

Frederik Schram fékk að líta rauða spjaldið þegar hann braut á Viðari í seinni hálfleik.

„Það var mjög mikið rautt, ef ekki þá hefði þetta verið gult spjald og víti. Mér fannst ég vera á vítateigslínunni en ég er ekki alveg viss. Þetta er 50/50 en ég snerti hann á undan þannig þetta er bókað rautt," sagði Viðar Örn.

Viðar er byrjaður að raða inn mörkunum.

„Ég myndi segja að ég væri kominn í gang. Ef maður horfir á undanfarna leiki hjá mér þá er ég búinn að vaxa mikið og nú eru mörkin komin inn líka, ég get ekki beðið eftir næsta leik og skora líka."


Athugasemdir
banner
banner