De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   þri 06. ágúst 2024 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Val á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks. Valsmenn voru sterkir í upphafi leiks en það voru KA menn sem skoruðu markið sem skildi liðin að.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Það var mikilvægt að ná þessu marki, þetta var hörku leikur, tvö góð lið. Svo urðum við manni fleiri, það er oft kúnst að spila þannig að þeir hafi engu að tapa. Mér fannst við gera mjög vel í dag, þetta sýnir hvernig við erum búnir að vera undanfarnar vikur," sagði Viðar Örn.

Frederik Schram fékk að líta rauða spjaldið þegar hann braut á Viðari í seinni hálfleik.

„Það var mjög mikið rautt, ef ekki þá hefði þetta verið gult spjald og víti. Mér fannst ég vera á vítateigslínunni en ég er ekki alveg viss. Þetta er 50/50 en ég snerti hann á undan þannig þetta er bókað rautt," sagði Viðar Örn.

Viðar er byrjaður að raða inn mörkunum.

„Ég myndi segja að ég væri kominn í gang. Ef maður horfir á undanfarna leiki hjá mér þá er ég búinn að vaxa mikið og nú eru mörkin komin inn líka, ég get ekki beðið eftir næsta leik og skora líka."


Athugasemdir
banner
banner