Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
banner
   fös 06. september 2019 23:46
Oddur Stefánsson
Helgi: Það hafa nokkur lið haft samband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson er án efa einn efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir og hefur hann verið að leika með Fram í Inkasso deild karla á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað 12 mörk í 20 leikjum.

„Ég er virkilega ánægður með að ná í sigur, það er langt síðan við unnum síðast og mikilvægt fyrir liðið að ná í þrjú stig í dag."

Helgi hefur verið orðaður burt frá Fram eftir að tímabilinu líkur og var hann þá aðallega orðaður við Víking R. þar sem Arnar Gunnlaugsson hefur verið að gefa ungum leikmönnum sénsinn.

„Það er ekki neitt eins og er ég ætla að klára tímabilið hér og það er ekkert meira að frétta af þeim málum eins og er. Það kemur í ljós, það hafa einhver lið haft samband."

Fram mætir Þór í næstu umferð þar sem Framar vilja eflaust hefna fyrir 3 - 0 tapið gegn Þór fyrr á leiktíðinni.


Athugasemdir
banner
banner