Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. september 2019 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso: Þróttur tapaði á heimavelli
Jökull Steinn kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið.
Jökull Steinn kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 1 - 2 Fram
0-0 Helgi Guðjónsson ('24, misnotað víti)
0-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('28)
1-1 Róbert Hauksson ('78)
1-2 Jökull Steinn Ólafsson ('84)
Rautt spjald: Archie Nkumu, Þróttur R. ('63)

Þróttur R. tapaði sínum fimmta deildarleik í röð er Fram kíkti í heimsókn í kvöld.

Leikurinn var í járnum til að byrja með en gestirnir fengu vítaspyrnu á 23. mínútu. Vítabaninn Arnar Darri Pétursson varði spyrnuna en fjórum mínútum síðar kom Hilmar Freyr Bjartþórsson gestunum yfir með skalla.

Staðan var 0-1 í hálfleik og reyndu Þróttarar að jafna í upphafi síðari hálfleiks en tókst ekki. Archie Nkumu fékk sitt seinna gula spjald og voru heimamenn því marki undir og manni færri.

Tíu Þróttarar komust nálægt því að jafna áður en Róbert Hauksson kom knettinum í netið eftir góða sókn og staðan orðin 1-1 á 78. mínútu. Sex mínútum síðar innsiglaði Jökull Steinn Ólafsson, sem kom inn af bekknum, sigur Framara með flottu einstaklingsframtaki.

Leikurinn dó út við markið og Fram komið með 30 stig eftir 20 umferðir. Þróttur er fimm stigum fyrir ofan fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner