fös 06. september 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Maggi Bö og Ingimar spá í undanúrslitin í 4. deildinni
Ingimar Helgi Finnsson og Magnús Valur Böðvarsson
Ingimar Helgi Finnsson og Magnús Valur Böðvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Styrmir Erlendsson (Kvikk on the go gaurinn) leikmaður Elliða með boltann í leik gegn GG í 8-liða úrslitum.
Styrmir Erlendsson (Kvikk on the go gaurinn) leikmaður Elliða með boltann í leik gegn GG í 8-liða úrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er komið að úrslitastund í 4. deild karla en framundan eru undanúrslitin og þá kemur í ljós hvaða tvö lið fara upp í 3. deild.

Fyrri leikirnir fara fram á morgun og þeir síðari á miðvikudag. Kormákur/Hvöt og Ægir eigast við á Blönduósi klukkan 12:00 á morgun og Hvíti Riddarinn mætir Elliða í Mosfellsbæ klukkan 13:00.

Magnús Valur Böðvarsson og Ingimar Helgi Finnsson hafa verið sérfræðingar Fótbolta.net í 4. deildinni í sumar en þeir fóru vel yfir stöðuna í hlaðvarpsþætti á dögunum.

Nú er komið að því að Magnús og Ingimar spái í undanúrslitin.

Magnús Valur Böðvarsson

Hvíti Riddarinn - Elliði
Þetta verða tvö hörku einvígi. Ég sá Elliða til að mynda vera með yfirburði gegn GG semkom mér gríðarlega á óvart en segir mikið til um styrkleika liðsins. Þá sá ég einnig Hvíta menn vera hrikalega skipulagða gegn Birninum og hleypa engu í gegnum vörnina og svo með góðar skyndisóknir. Elliði er með fleiri gæðaleikmenn en Björninn en hinsvegar eru Hvíti Riddarinn með Wentzel, Illuga og Eirík Þór Bjarkason sem geta klárað svona einvígi upp á sitt einsdæmi. Þeir eiga örugglega eftir að vera brjálaðir núna að ég sé að spá þeim sigri í einvíginu enda er ég búinn að spá þeim verra gengi í sumar og þeir hafa svarað gagnrýnisr0ddunum. Hvíti vinnur í hörkueinvígi.

Kormákur/Hvöt - Ægir
Úff þetta er rosalegt einvígi. Mér fannst bæði lið lenda í aðeins of miklum vandræðum í 8-liða úrslitunum en það sem ég bjóst við. Ég sá veikleika í Ægisliðinu og það er pressa á þeim að klára sitt dæmi. Ég hef verið mjög hrifinn af Kormáks Hvatar liðinu í sumar og held þetta snúist um dagsformið. Mér finnst eins og Ægisliðið sé líklegra í þessu einvígi og held að þeir nái að halda haus en tel að pressan sé miklu meiri á þeim. Það er allavega klárt mál að ég ætla ekki að missa af seinni leiknum í Þorlákshöfn. Ægir fer upp í jöfnu einvígi.

Ingimar Helgi Finnsson

Hvíti Riddarinn - Elliði
Þetta er mjög spennandi einvígi, Elliði kom mörgum á óvart með því að slá út GG en það sá ég fyrir. Kvikk on the go gaurinn var gjörsamlega magnaður í einvíginu við GG og heldur uppteknum hætti. Það verður því miður ekki nóg fyrir Elliða. Þegar Hvíti Riddarinn er með alla sína gaura með eru þeir frábært lið. Illugi missti af fyrri leiknum við Björninn vegna brúðkaups síns en þegar hann er með eru þeir með mikil gæði. Ég ætla því að spá að Hvíti fari í gegnum Elliða þar sem Wentzel mun ríða baggamuninn í geggjuðu einvígi.

Kormákur/Hvöt - Ægir
Það er ljóst fyrirfram að þetta er sterkara einvígið. Ég fæ mig ekki til þess að spá á móti mínum gömlu félögum í Ægi. Hausinn og hjartað eru þó sammála um að Ægir klári Kormák/Hvöt. Það kom mér smávægilega á óvart að Ýmir gaf Ægi alvöru leik í Þorlákshöfn. Síðast þegar Ægir var í þessari stöðu kláruðu þeir dæmið á móti Magna. Þessi lið hefðu í raun þurft að vera sitt hvoru megin í útsláttarkeppninni því ég held að þau hefðu bæði getað farið upp ef það hefði verið staðan. Það er eitthvað sem segir mér að Ægir klári þetta í Þorlákshöfn eftir að liðin geri jafntefli í fyrri leiknum. Goran verður hetja Ægismanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner