Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 06. september 2021 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eiður hringdi í mig degi áður, get ekki lýst tilfinningunni"
Icelandair
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári
Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson er mættur í hópinn hjá U21 landsliðinu eftir að hafa æft með A-landsliðinu í síðustu viku. Mikael ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu U21 árs landsliðsins í dag.

Framundan er leikur gegn Grikklandi í undankeppni fyrir EM.

„Þetta kom ekki á óvart, ég var ekki búinn að spila [með A-landsliðinu] og mig langaði að spila. Geggjað að koma hingað og fá kannski að spila með þessum hópi," sagði Mikael.

„Þetta var mjög mikil reynsla að æfa með þessum strákum fá smjörþefinn af þessu."

Var svekkjandi að vera utan hóps í báðum leikjunum? „Auðvitað er það svekkjandi, manni langar að spila og fá reynsluna en svona er þetta."

Mikael Egill var keyptur til Spezia undir lok félagaskiptagluggans en var lánaður til baka til SPAL. Spezia er í Serie A og SPAL er í Serie B, Mikael hefur verið á mála hjá SPAL í þrjú ár en hann er uppalinn hjá Fram.

„Mér líst vel á að vera kominn í Spezia, spennandi tímar framundan. Ég fer núna á lán aftur til SPAL, fá smá reynslu með aðalliðinu. Mér líst mjög vel á veturinn, margir nýir leikmenn komnir í hópinn, erum með mjög ungt lið og við getum alveg komið á óvart og gert einhverja hluti."

Ertu með eitthvað persónulegt markmið? „Já, bara að fá að spila og skora mörk."

„Mér finnst það alveg stórt að vera kominn í félag sem er í Serie A og vona að þeir haldi sér uppi, það er það stærsta. Ég fíla mjög mikið að vera í SPAL og það verður bara áfram geggjað."

Þegar þú fékkst kallið í A-landsliðið, kom það þér á óvart? „Já, það kom alveg smá á óvart. Ég hélt ég yrði fyrst hérna [með U21 liðinu] en þetta er bara geggjað."

Hvernig komstu að því að þú værir í A-landsliðinu? „Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari] hringdi í mig degi áður en hópurinn kom út. Það var geggjað, get ekki lýst tilfinningunni," sagði Mikael.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner