Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fös 06. september 2024 18:07
Sölvi Haraldsson
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Icelandair
Daníel á æfingu með U21 í vikunni.
Daníel á æfingu með U21 í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög góður leikur. Við ströggluðum aðeins í byrjun en á endanum tókum við bara yfir leikinn fannst mér og vorum bara betri en þeir á öllum sviðum.“ sagði Daníel Freyr Kristjánsson sem byrjaði sinn fyrsta U21 landsleik fyrir Ísland í 4-2 sigri á Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Daníels fyrir U21 landsliðið en hvernig fannst honum að spila í dag með liðinu?

Mér fannst geðveikt þegar ég fékk kallið og liðsfélagarnir mínir hjálpuðu mér ekkert eðlilega mikið með þessari vinnu sem þeir lögðu inn. Þetta var rússibani í gegnum leikinn.

Vendipunkturinn í leiknum var þegar danir fengu rautt spjald og við fengum vítaspyrnu þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Það var helvíti þægilegt að fá rautt spjald og víti. Ég hélt að hann myndi dæma aukaspyrnu fyrst. Síðan fáum við þetta víti og rauða spjald á endanum sem var bara rétt. Þá fannst mér við ná að loka leiknum og héldum einbeitingu.“

Var þetta ennþá sætari sigur þar sem hann kom gegn Danmörku?

Ég er að spila á móti fólki sem ég þekki, þetta er svo sætt. Við spiluðum á móti þeim í U19 líka en náðum ekki að vinna þá þar. Að spila á móti fólki sem maður þekkir og vinna þá er svo þægilegt. Þetta er allt annað en að vinna önnur lönd.

Daníel var vægast sagt ánægður með þrennu Kristals í dag.

Hann átti að taka tvo bolta heim eftir þessa frammistöðu. Geðveikt.“

Nánar er rætt við Daníel í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner