Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 06. september 2024 18:07
Sölvi Haraldsson
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Icelandair
Daníel á æfingu með U21 í vikunni.
Daníel á æfingu með U21 í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög góður leikur. Við ströggluðum aðeins í byrjun en á endanum tókum við bara yfir leikinn fannst mér og vorum bara betri en þeir á öllum sviðum.“ sagði Daníel Freyr Kristjánsson sem byrjaði sinn fyrsta U21 landsleik fyrir Ísland í 4-2 sigri á Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Daníels fyrir U21 landsliðið en hvernig fannst honum að spila í dag með liðinu?

Mér fannst geðveikt þegar ég fékk kallið og liðsfélagarnir mínir hjálpuðu mér ekkert eðlilega mikið með þessari vinnu sem þeir lögðu inn. Þetta var rússibani í gegnum leikinn.

Vendipunkturinn í leiknum var þegar danir fengu rautt spjald og við fengum vítaspyrnu þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Það var helvíti þægilegt að fá rautt spjald og víti. Ég hélt að hann myndi dæma aukaspyrnu fyrst. Síðan fáum við þetta víti og rauða spjald á endanum sem var bara rétt. Þá fannst mér við ná að loka leiknum og héldum einbeitingu.“

Var þetta ennþá sætari sigur þar sem hann kom gegn Danmörku?

Ég er að spila á móti fólki sem ég þekki, þetta er svo sætt. Við spiluðum á móti þeim í U19 líka en náðum ekki að vinna þá þar. Að spila á móti fólki sem maður þekkir og vinna þá er svo þægilegt. Þetta er allt annað en að vinna önnur lönd.

Daníel var vægast sagt ánægður með þrennu Kristals í dag.

Hann átti að taka tvo bolta heim eftir þessa frammistöðu. Geðveikt.“

Nánar er rætt við Daníel í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir