Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fös 06. september 2024 18:07
Sölvi Haraldsson
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Icelandair
Daníel á æfingu með U21 í vikunni.
Daníel á æfingu með U21 í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög góður leikur. Við ströggluðum aðeins í byrjun en á endanum tókum við bara yfir leikinn fannst mér og vorum bara betri en þeir á öllum sviðum.“ sagði Daníel Freyr Kristjánsson sem byrjaði sinn fyrsta U21 landsleik fyrir Ísland í 4-2 sigri á Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Daníels fyrir U21 landsliðið en hvernig fannst honum að spila í dag með liðinu?

Mér fannst geðveikt þegar ég fékk kallið og liðsfélagarnir mínir hjálpuðu mér ekkert eðlilega mikið með þessari vinnu sem þeir lögðu inn. Þetta var rússibani í gegnum leikinn.

Vendipunkturinn í leiknum var þegar danir fengu rautt spjald og við fengum vítaspyrnu þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Það var helvíti þægilegt að fá rautt spjald og víti. Ég hélt að hann myndi dæma aukaspyrnu fyrst. Síðan fáum við þetta víti og rauða spjald á endanum sem var bara rétt. Þá fannst mér við ná að loka leiknum og héldum einbeitingu.“

Var þetta ennþá sætari sigur þar sem hann kom gegn Danmörku?

Ég er að spila á móti fólki sem ég þekki, þetta er svo sætt. Við spiluðum á móti þeim í U19 líka en náðum ekki að vinna þá þar. Að spila á móti fólki sem maður þekkir og vinna þá er svo þægilegt. Þetta er allt annað en að vinna önnur lönd.

Daníel var vægast sagt ánægður með þrennu Kristals í dag.

Hann átti að taka tvo bolta heim eftir þessa frammistöðu. Geðveikt.“

Nánar er rætt við Daníel í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner