Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 06. september 2024 18:07
Sölvi Haraldsson
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Icelandair
Daníel á æfingu með U21 í vikunni.
Daníel á æfingu með U21 í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög góður leikur. Við ströggluðum aðeins í byrjun en á endanum tókum við bara yfir leikinn fannst mér og vorum bara betri en þeir á öllum sviðum.“ sagði Daníel Freyr Kristjánsson sem byrjaði sinn fyrsta U21 landsleik fyrir Ísland í 4-2 sigri á Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Daníels fyrir U21 landsliðið en hvernig fannst honum að spila í dag með liðinu?

Mér fannst geðveikt þegar ég fékk kallið og liðsfélagarnir mínir hjálpuðu mér ekkert eðlilega mikið með þessari vinnu sem þeir lögðu inn. Þetta var rússibani í gegnum leikinn.

Vendipunkturinn í leiknum var þegar danir fengu rautt spjald og við fengum vítaspyrnu þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Það var helvíti þægilegt að fá rautt spjald og víti. Ég hélt að hann myndi dæma aukaspyrnu fyrst. Síðan fáum við þetta víti og rauða spjald á endanum sem var bara rétt. Þá fannst mér við ná að loka leiknum og héldum einbeitingu.“

Var þetta ennþá sætari sigur þar sem hann kom gegn Danmörku?

Ég er að spila á móti fólki sem ég þekki, þetta er svo sætt. Við spiluðum á móti þeim í U19 líka en náðum ekki að vinna þá þar. Að spila á móti fólki sem maður þekkir og vinna þá er svo þægilegt. Þetta er allt annað en að vinna önnur lönd.

Daníel var vægast sagt ánægður með þrennu Kristals í dag.

Hann átti að taka tvo bolta heim eftir þessa frammistöðu. Geðveikt.“

Nánar er rætt við Daníel í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir