„Mér líður frábærlega. Það er alltaf frábært að koma á Laugardalsvöll og sækja þrjú stig fyrir framan land og þjóð," sagði Hjörtur Hermannsson við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.
„Það er kærkomið að sækja fyrsta sigurinn í Þjóðadeildinni og svo sannarlega ekki þann síðasta. Það gaf augaleið að það myndi gerast fyrr en seinna. Það er frábært að gera það strax í fyrsta leik hérna. Við ætlum að gera gott mót í þessum riðli."
„Það er kærkomið að sækja fyrsta sigurinn í Þjóðadeildinni og svo sannarlega ekki þann síðasta. Það gaf augaleið að það myndi gerast fyrr en seinna. Það er frábært að gera það strax í fyrsta leik hérna. Við ætlum að gera gott mót í þessum riðli."
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
Hjörtur kom inn í liði eftir meiðsli Sverris Inga Ingasonar og gerði hann sitt mjög vel. Hann og Daníel Leó Grétarsson náðu vel saman í vörninni.
„Mér leið frábærlega. Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland og frábært að spila með þessum strákum öllum saman. Mér líður alltaf vel að spila með Daníel. Það er bara frábært."
„Við erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin. Það er frábært að sækja þennan sigur í dag."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir