Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 06. október 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: UMFN
Gylfi Tryggvason hefur verið ráðinn inn sem fyrsti þjálfari meistaraflokks kvenna eftir að kvennadeild Grindavíkur sameinaðist kvennadeildinni í Njarðvík í haust.

Gylfi mun því stýra Grindavík/Njarðvík í Lengjudeildinni á næsta ári og gerir hann samning við félagið sem gildir til þriggja ára, eða út keppnistímabilið 2027.

Gylfi starfaði síðast sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK og sá einnig um yngriflokka þjálfun þar. Hann býr yfir góðri reynslu úr íslenska boltanum eftir að hafa þjálfað hjá Fylki, Stjörnunni og Árbæ og þá er hann mikill áhugamaður um neðri deildirnar í íslenska boltanum, þar sem hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa haldið uppi hlaðvarpsþáttunum Ástríðan sem fjölluðu um neðri deildir karla en hættu á síðasta ári - auk þess að hafa starfað sem dómari.

Markmið Gylfa í nýju starfi verður að byggja upp öflugt lið þar sem ungar stelpur fá tækifæri til að blómstra.




Athugasemdir
banner
banner