mán 06. desember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Wilshere ekki á leið í fimmtu efstu deild
Jack Wilshere.
Jack Wilshere.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jack Wilshere er enn án félags eftir að hafa yfirgefið Bournemouth þegar síðasta tímabili lauk.

Ferill þessa fyrrum leikmanns Arsenal hefur einkennst mikið af meiðslum.

Wilshere hefur undanfarið æft með Arsenal og einnig fengið að vera í þjálfarateymi U23 liðsins.

Hann hefur verið orðaður við Wrexham, sem er í fimmtu efstu deild Englands. Eigendur Wrexham eru Hollywood-leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Það yrði stórt fyrir þá að fá eins stórt nafn og Wilshere til félagsins.

Wilshere er hins vegar ekki á leiðinni; þjálfarinn Phil Parkinson segir ekkert til í þessum sögusögnum.

Wilshere sagði nýverið að hann væri að hugsa um að leggja skóna á hilluna. Hann er 29 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner