Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. desember 2022 10:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allir í brasilíska hópnum fá medalíu ef liðið kemst nógu langt
Mynd: Getty Images
Allir leikmenn í brasilíska landsliðshópnum hafa fengið mínútur á HM. Sá síðasti til að fá mínútur á vellinum var þriðji markvörðurinn Weverton sem kom inn á fyrir aðalmarkvörðinn Alisson þegar tíu mínútur voru eftir af leik Brasilíu og Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum í gær.

„Það var mjög fínt að geta gefið Weverton mínútur. Við erum þakklátir fyrri alla sem hafa mætt hingað og stutt okkur," sagði landsliðsþjálfarinn Tite eftir leikinn í gær.

Leikurinn var níundi landsleikur Weverton. Ef Brasilía vinnur mótið þá munu allir leikmenn í hópnum fá gullmedalíu. Leikmenn þurfa að koma við sögu í mótinu til að fá slíka. Varamarkvörðurinn Ederson spilaði gegn Kamerún í lokaumferð riðlakeppninnar.

Brasilía var að vinna leikinn í gær 4-1 þegar Weverton kom inn á og því var Tite ekki að alltof mikla áhættu með skiptingu sinni.
Athugasemdir
banner
banner