Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 06. desember 2022 17:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Portúgal og Sviss: Cristiano Ronaldo settur á bekkinn
Mynd: Getty Images

Það er staðfest að Cristiano Ronaldo er á bekknum þegar Portúgal tekur á móti Sviss í síðasta leik 16 liða úrslitanna á HM.


Portúgalska þjóðin hefur kallað eftir því að Ronaldo fari á bekkinn þar sem talið er að liðið sé betra án hans. Þá var Fernando Santos, þjálfari liðsins, óánægður með viðbrögð Ronaldo þegar hann var tekinn af velli gegn Suður-Kóreu í lokaleik riðlakeppninnar.

Það eru tvær breytingar á liði Sviss frá sigrinum gegn Serbíu í síðasta leik riðlakeppninnar.

Yann Sommer er aftur kominn í markið hjá Sviss og Fernandes kemur inn fyrir Silvan Widmar.

Portúgal: Costa, Dalot, Pepe, Dias, Guerreiro, Carvalho, Otavio, Bernardo Silva, Fernandes, Felix, Ramos.

Sviss: Sommer, Fernandes, Schar, Akanji, Rodriguez, Freuler, Xhaka, Shaqiri, Sow, Vargas, Embolo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner