Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 18:08
Elvar Geir Magnússon
Foreldrar Marokkómanna með þeim í Katar - Lykillinn að árangrinum?
Achraf Hakimi fær koss frá móður sinni.
Achraf Hakimi fær koss frá móður sinni.
Mynd: Getty Images
Það voru óvænt úrslit í 16-liða úrslitum HM í dag þegar Marokkó sló Spánverja út eftir vítakeppni. Vel uppsettur leikur hjá Marokkó sem hefur gert frábæra hluti á mótinu.

Leikmenn Marokkó fá góðan stuðning frá foreldrum sínum í Katar en forseti marokkóska fótboltasambandsins, Fouzi Lekjaa, ákvað að bjóða náskyldum ættingjum leikmanna á mótið með öllu inniföldu.

Foreldrarnir fá aðgang að hótelinu þar sem leikmenn gista á mótinu og mikil fjölskyldustemning sem myndast.

„Allan hans feril sem leikmaður og þjálfari hef ég aldrei ferðast til að horfa á hann. Ég hef lifað í París í yfir 50 ár og þetta er í fyrsta sinn sem ég fer utan Frakklands til að fylgjast með honum," segir Fatima, móðir þjálfarans Walid Regragui.

Stuðningsmenn Marokkó hafa vakið mikla athygli á HM en það var gríðarlegur hávaði og stemning á leiknum gegn Spánverjum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner