Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 17:48
Elvar Geir Magnússon
HM: Marokkó sendi Spán heim - Spánverjar klúðruðu öllum vítunum sínum
Sofyan Amrabat, eins og kóngur í ríki sínu á miðsvæði Marokkó.
Sofyan Amrabat, eins og kóngur í ríki sínu á miðsvæði Marokkó.
Mynd: Getty Images
Marokkó 0 - 0 Spánn

Marokkó vann 3-0 í vítaspyrnukeppni

Marokkó verður fulltrúi Afríku í 8-liða úrslitum HM í Katar eftir að hafa unnið vítaspyrnukeppni gegn Spáni 3-0. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu.

Marokkó tókst að halda Spáni í skefjum. Þó Spánverjar hafi verið miklu meira með boltann þá gekk þeim bölvanlega að skapa sér færi gegn vel skipulögðu Afríkuliðinu.

Marokkó varðist vel og beitti skyndisóknum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins fékk Marokkó færi til að skora en Nayef Aguerd, varnarmaður West Ham, skallaði yfir.

Luis Enrique þjálfari spænska liðsins reyndi í seinni hálfleik að auka bitið í sóknaraðgerðum síns liðs með því að setja Alvaro Morata, Carlos Soler og Nico Williams inn af bekknum.

Ekki gekk það upp og farið í framlengingu. Ekki náðu liðin að finna leiðina í netið og úrslit réðust í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnur Spánverja voru skelfilega slakar og þeir klúðruðu öllum þremur spyrnum sínum. Bono í marki Marokkó varði tvær vítaspyrnur en ein spyrnan fór í stöngina.

Lið Marokkó, sem er með gríðarlegan stuðning frá áhorfendum sínum á mótinu, er komið í 8-liða úrslitin. Leikurinn í dag var gríðarlega vel uppsettur af þjálfara liðsins, Walid Regragui.


17:49
Þökkum samfylgdina í gegnum þessa textalýsingu.

Eyða Breyta
17:47
ÞVÍLÍKUR FÖGNUÐUR!!! AFRÍKA MUN EIGA FULLTRÚA Í 8-LIÐA ÚRSLITUM!

SPÁNVERJAR ERU Á HEIMLEIÐ EN MAROKKÓ FER ÁFRAM!

Eyða Breyta
17:46
VÍTAKEPPNI: Marokkó 3 - 0 Spánn

Achraf Hakimi skorar!!! EITURSVALUR og setur boltann á mitt markið. Marokkó í 8-liða úrslitin!!!!

Eyða Breyta
17:46
VÍTAKEPPNI: Marokkó 2 - 0 Spánn

Sergio Busquets!!!! Reynsluboltinn klikkar!!! Spyrna hans er varin!!! Frábærlega varið!!!



Eyða Breyta
17:44
VÍTAKEPPNI: Marokkó 2 - 0 Spánn

Badr Benoun, 18 ára, með lélegt víti! Simon ver!

Eyða Breyta
17:44
Þetta er að breytast í martröð fyrir Spánverja!!!

Eyða Breyta
17:43
VÍTAKEPPNI: Marokkó 2 - 0 Spánn

Carlos Soler kom af bekknum í leiknum. SKOT HANS ER VARIÐ! BONO VER!!!

Eyða Breyta
17:43
VÍTAKEPPNI: Marokkó 2 - 0 Spánn

Hakim Ziyech skorar. Skaut á mitt markið. Simon skutlaði sér.

Eyða Breyta
17:42
VÍTAKEPPNI: Marokkó 1 - 0 Spánn

Pablo Sarabia (PSG) var settur inná til að taka víti og hann skýtur í stöngina!!!! Fyrsta vítið sem Sarabia klúðrar á sínum ferli.

Eyða Breyta
17:41
VÍTAKEPPNI: Marokkó 1 - 0 Spánn

Abdelhamid Sabiri sem kom inn sem varamaður Örugg spyrna. Simon skutlaði sér of snemma.

Eyða Breyta
17:39
Marokkó byrjar. Vítakeppnin að hefjast.

Eyða Breyta
17:39
Sofyan Amrabat verið magnaður á miðju Marokkó, í raun verið um allan völl.


Eyða Breyta
17:37
Markverðirnir fá sviðsljósið: Bono í marki Marokkó, Unai Simon í marki Spánar.

Eyða Breyta
17:37


Eyða Breyta
17:36
Færið hjá Sarabia í blálokin:



Eyða Breyta
17:35
Framlengingu LOKIÐ: Marokkó 0 - 0 Spánn

Vítaspyrnukeppni (Staðfest)

Eyða Breyta
17:34
123. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Svarið er já! Skot Pablo Sarabia, sem kom inn sem varamaður rétt áðan, í þröngu færi og nær ekki að stýra boltanum á markið.

Eyða Breyta
17:33
123. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Ná Spánverjar einu tækifæri í blálokin?

Eyða Breyta
17:33
122. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Stórhætta við mark Marokkó. Miðað við sjónarhornið virtist eins og varnarmaður liðsins væri líklegur til að skora sjálfsmark!

Eyða Breyta
17:32
121. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

3 mínútum bætt við.

Eyða Breyta
17:31
120. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Erum að sigla inn í uppbótartíma framlengingarinnar. Spánn með hornspyrnu. Boltinn skallaður frá af varnarmanni Marokkó.

Eyða Breyta
17:29
118. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Williams vinnur hornspyrnu fyrir Spánverja.

Eyða Breyta
17:29
118. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Spánn í hættulegri sókn en Morata tekur skringilega ákvörðun, lyftir boltanum og reynir alveg ómögulega sendingu.

Eyða Breyta
17:26
115. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Walid Cheddira nálægt því að komast í dauðafæri en Rodri hleypur hann uppi og lokar á hann.

Eyða Breyta
17:23
112. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Badr Benoun að búa sig undir að koma inn hjá Marokkó.

Eyða Breyta
17:22
111. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Romain Saiss varnarmaður Marokkó fær aðhlynningu.

Eyða Breyta
17:21
110. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Sigurliðið í þessum leik mun í 8-liða úrslitum mæta sigurvegaranum úr Portúgal - Sviss sem fram fer í kvöld.

Eyða Breyta
17:19
108. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn



Eyða Breyta
17:18
107. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn



Eyða Breyta
17:17
106. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Marokkómenn reyndu að skjóta úr miðjunni. Það má reyna.

Eyða Breyta
17:15


Eyða Breyta
17:14
105. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Hálfleikur í framlengingunni.


Vítaspyrnukeppni verður líklegri. Spánverjar náðu að ógna eftir hornspyrnu í blálok fyrri hálfleiks framlengingarinnar.

Eyða Breyta
17:12
104. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

MAROKKÓ Í DAUÐAFÆRI! Walid Cheddira kemur sér í rosalegt færi í teignum en Unai Simon markvörður Spánar gerir vel og nær að loka á skotið.

Eyða Breyta
17:11
Portúgalskir fjölmiðlar segja að Ronaldo verði á bekknum gegn Sviss í kvöld!



Eyða Breyta
17:10
103. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Stutt eftir af fyrri hálfleik framlengingarinnar.




Eyða Breyta
17:09



Eyða Breyta
17:08
101. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Spánverjar sækja og sækja. Balde með skot en Hakimi náði að koma sér fyrir skotið.

Eyða Breyta
17:07
800 kláraðar sendingar hjá Spánverjum gegn 208 hjá Marokkó.

Eyða Breyta
17:06
99. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Tvöföld skipting hjá Spáni. Ansu Fati og Alejandro Balde inn fyrir Dani Olmo og Jordi Alba.

Eyða Breyta
17:06



Eyða Breyta
17:05
98. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Senda, senda, senda, senda... Spánverjarnir sent boltann ofboðslega oft í þessum leik en vantar uppá bitið.

Eyða Breyta
17:03
96. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Walid Cheddira flaggaður rangstæður.

Eyða Breyta
17:01
94. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Marokkó dró sig alltaf aftar og aftar meðan á venjulegum leiktíma stóð. Hversu mikið eiga þeir eftir á tanknum?

Eyða Breyta
17:00
93. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn




Eyða Breyta
16:58
91. mínúta: Marokkó 0 - 0 Spánn

Argentínski dómarinn Fernando Rapallini hefur flautað framlenginguna á.

Eyða Breyta
16:57
Óli Kristjáns talar um það í hálfleik í HM stofunni að seinni hálfleikurinn hafi verið frekar flatur. Spánverjar séu með mikil einstaklingsgæði en menn ekki náð að láta ljós sitt skína.

Eyða Breyta
16:54
Svona er tölfræðin í leiknum hingað til.




Eyða Breyta
16:53
Það held ég. Við erum á leið í framlengingu annan daginn í röð. endar þessi leikur líka með vítakeppni?

Eyða Breyta
16:47
Ertu búin/n að taka kvissið góða?


Eyða Breyta
16:45


Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner