Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 15:47
Elvar Geir Magnússon
Marokkó tekist að loka vel á Spán - Markalaust í hávaðanum
Hálfleikur
Azzedine Ounahi og Pedri berjast um boltann.
Azzedine Ounahi og Pedri berjast um boltann.
Mynd: Getty Images
Það er hálfleikur í hávaðanum á Education City leikvangnum í Katar þar sem grannarnir í Marokkó og Spáni eigast við í 16-liða úrslitum HM.

Marokkó hefur tekist vel að loka á Spánverja sem hafa enn ekki náð að koma skoti á rammann í leiknum. Spánn er talsvert meira með boltann eins og búast mátti við en hefur afskaplega lítið skapað sér.

Stuðningsmenn Marokkó eru tólfti maður síns liðs en það er mál manna á staðnum að hávaðinn á vellinum sé sá mesti í keppninni til þessa.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins fékk Marokkó færi til að skora en Nayef Aguerd, varnarmaður West Ham, skallaði yfir.

Staðan 0-0 eins og áður sagði en sigurliðið mun mæta sigurvegaranum úr Portúgal - Sviss sem fram fer í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner