Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 06. desember 2022 18:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mikill sigur fyrir gamla skólann" að Spánn sé úr leik
Mynd: Getty Images

Marokkó vann óvæntan sigur á Spánverjum í 16-liða úrslitum á HM eftir vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjar klikkuðu á öllum sínum vítum.


Spánverjar eru þekktir fyrir að vilja halda boltanum mikið innan liðsins en liðinu gekk illa að skapa sér færi í dag. Leikstíll Spánverja var til umræðu í HM Stofunni á Rúv eftir leikinn.

„Það er bara öllum alveg sama um það ef þú vinnur ekki leikinn. Fyrir mitt leiti var þetta bara flatt, það var ekkert plan tvö, þrjú eða B,C, það var bara ein leið hjá Spánverjunum, hún var ekki að virka en höldum samt áfram í 120 mínútur," sagði Margrét Lára.

„Það vantaði töfra og líka þetta einfalda, þetta er lokaður leikur, fáum þá bara hornspyrnu og skorum þannig. Þeir þurftu fleiri vopn í vopnabúrið, þeir voru alltof fátækir af því í þessari keppni."

Gunnar segir þetta mikinn sigur fyrir gamla skólann.

„Þetta er mikill sigur fyrir gamla skólann fyrst og fremst. Menn sem hafa ekki gaman af því að horfa á þennan sendingarfótbolta sem kemur lítið útúr. Spánverjar eru að reyna hvað þeir geta, við sjáum að Luis Enrique er að reyna breyta í miðjum leik," sagði Gunnar.

Þau voru þó öll sammála um að Marokkó hafi gert allt rétt í sínum varnarleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner