
Það eru tólf dagar í úrslitaleik HM en 16-liða úrslitunum lýkur í dag þegar Marokkó og Spánn leika klukkan 15 og svo Portúgal og Sviss klukkan 19.
Samkvæmt tölfræðiútreikningum Opta er Brasilía líklegasta liðið til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Brassarnir unnu Suður-Kóreu auðveldlega 4-1 í gær.
Samkvæmt tölfræðiútreikningum Opta er Brasilía líklegasta liðið til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Brassarnir unnu Suður-Kóreu auðveldlega 4-1 í gær.
Brasilía á leik framundan gegn Króatíu í 8-liða úrslitum.
Argentína er næst sigurstranglegasta liðið á mótinu en það mætir Louis van Gaal og lærisveinum í Hollandi.
Það verður æsispennandi leikur á laugardagskvöldið þegar Frakkland, sem er talið þriðja sigurstranglegasta liðið, mætir Englandi sem er rétt fyrir aftan.
Ólíklegast er að Marokkó standi uppi sem sigurvegari.
Sjá einnig:
Svona líta 8-liða úrslitin út

Athugasemdir