Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. desember 2022 09:49
Elvar Geir Magnússon
Samuel Eto'o gaf manni hnéspark fyrir utan leikvanginn
Mynd: Getty Images
Samuel Eto'o, núverandi forseti kamerúnska fótboltasambandsins, varð bálreiður eftir leik Brasilíu og Suður-Kóreu í Katar í gær. Hann gaf manni með myndbandsupptökuvél hnéspark.

Myndband af atvikinu hefur birst í fjölmiðlum en einhver orðaskipti áttu sér stað milli Eto'o og mannsins eftir leikinn. Skyndilega missti Eto'o stjórn á skapi sínu. Þrátt fyrir að menn hafi reynt að skilja á milli þá endaði hann á því að gefa manninum hnéspark.

Eto'o átti farsælan leikmannaferil þar sem hann spilaði fyrir Barcelona, Inter og Chelsea. Hann lék 118 landsleiki fyrir þjóð sína.

Daily Mail hefur leitað til Eto'o og kamerúnska fótboltasambandsins eftir viðbrögðum við því sem þarna átti sér stað.


Athugasemdir
banner
banner