Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 06. desember 2022 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánverjar æfðu vítin stíft fyrir HM
Mynd: Getty Images
Luis Enrique þjálfari spænska landsliðsins taldi sig hafa undirbúið liðið vel fyrir vítaspyrnukeppni á HM en liðið féll úr leik eftir eina slíka í dag þegar liðið tapaði gegn Marokkó. Þetta var þriðja stórmótið í röð þar sem Spánn dettur úr leik í vítakeppni.

Enrique sagði frá því eftir leikinn að hann hafi sagt leikmönnum sínum að taka að minnsta kosti þúsund vítaspyrnur áður en liðið héldi til Katar.

„Ef þú bíður þangað til þú mætir verður það ekki nóg," sagði Enrique.

„Það er aldrei jafn mikil spenna eins og í vítaspyrnukeppni, þá er tími til að sýna taugarnar sem þú hefur og að þú getur tekið vítið eins og þú ætlaðir þér, ef þú hefur æft þig þúsund sinnum. Það segir margt um leikmennina, það er hægt að æfa þetta, hvernig þú ræður við spennuna."

„Þetta fer að snúast minna og minna um heppni, markmenn hafa meiri áhrif. Við erum með góðan markmann, allir þrír geta gert vel í þessum aðstæðum, eftir hverja einustu æfingu sé ég marga taka víti," sagði Enrique.


Athugasemdir
banner
banner