Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Staðfestir að Felix vill fara
Mynd: EPA

Joao Felix leikmaður portúgalska landsliðsins og Atletico Madrid á Spáni byrjaði tvo fyrstu leikina hjá Portúgal á Hm og skoraði í 3-2 sigri á Gana í fyrstu umferð.


Hann var hvíldur í tapinu gegn Suður Kóreu í síðustu umferð riðilsins en er aftur kominn inn í liðið í kvöld þar sem Portúgal er að spila gegn Sviss í 16 liða úrslitum þessa stundina.

Felix gekk til liðs við Atletico árið 2019 frá Benfica fyrir 126 milljónir evra en hann hefur leikið 129 leiki og skorað 33 mörk.

Miguel Ángel Gil Marín forstjóri Atletico hefur staðfest að Felix vilji nú fara frá félaginu eftir að samband hans og Diego Simeone stjóra liðsins hrundi.

„Hann er stærstu kaupin sem félagið hefur gert. Hann getur spilað á hæsta stigi í heiminum, en af ástæðum sem ekki er þess virði að fara nánar útí þá er samband hans og þjálfarans ekki gott. Hann hefur heldur ekki mikinn áhuga, það er bara eðlilegt að halda að hann vilji fara. Ég vildi óska þess að hann yrði áfram en hann vill ekki vera hérna," sagði Gil Marín.

Félagið er sagt hafa sett 100 milljón evra verðmiða á þennan 23 ára gamla Portúgala.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner