Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 06. desember 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfari Marokkó um leikstíl Spánverja: Getur verið leiðinlegt
Walid Regragui
Walid Regragui
Mynd: Getty Images

Walid Regragui þjálfari marokkóska landsliðsins hefur mikla trú á sínu liði gegn Spánverjum en liðin mætast í 16 liða úrslitum á HM kl. 15 í dag.


Hann varar sína leikmenn við því að missa ekki einbeitingu gegn Spánverjum sem verða væntanlega töluvert meira með boltann í leiknum.

„Spánn hefur að meðaltali verið 70% með boltann á HM. Það getur verið leiðinlegt fyrir áhorfendur og andstæðingana. FIFA ætti kannski að fara gefa stig fyrir hversu mikið liðið heldur boltanum. Þeir hreyfa boltann svo maður verður þreyttur og svo gerir maður mistök, þá gera þeir eitthvað," sagði Regragui.

„Þess vegna er hugarfarið jafn mikilvægt og líkamlega standið á okkur í þessum leik. Við verðum að muna að Spánn var mikið með boltann gegn Japan en tapaði."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner