Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 06. desember 2022 11:27
Elvar Geir Magnússon
Tite steig dans með leikmönnum: Varð að læra sporin
Allir geta dansað! Tite tekur dúfudansinn.
Allir geta dansað! Tite tekur dúfudansinn.
Mynd: Getty Images
Það var karnivalstemning í Katar í gær þegar Brasilía rúllaði yfir Suður-Kóreu 4-1 í 16-liða úrslitum. Brasilíumenn fögnuðu hverju marki með því að stíga dans.

Roy Keane var ekki hrifinn af dansi Brasilíumanna og talaði um óvirðingu við andstæðingana. Hann sagði að þetta væri eins og að horfa á 'Allir geta dansað'.

Meira að segja þjálfarinn Tite tók þátt í dansinum þegar Richarlison skoraði þriðja mark Brassa og fagnaði með sínum fræga 'dúfudansi'.

„Ég reyni að aðlagast leikmönnum mínum. Þetta er ungur hópur með góða liðsheild, þeir elska að dansa og grínast. Þeir sögðu að ég þyrfti að læra sporin. Richarlison var þarna og ég sagði við hann að ef hann myndi taka dansinn þá myndi ég gera það með honum," sagði Tite.

„Það eru einhverjir sem tala um þetta sem óvirðingu, það er alls ekki raunin. Ég veit að það eru myndavélar um allt og ég vildi ekki senda röng skilaboð."


Richarlison kenndi Ronaldo líka dúfudansinn

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner