Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 06. desember 2023 09:44
Elvar Geir Magnússon
Hneykslaður á ákvörðun Man Utd - Sannar að þeir vaða villu vegar
Það mega ekki allir fjölmiðlar tala við Erik ten Hag.
Það mega ekki allir fjölmiðlar tala við Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Sky Sports er meðal fjölmiðla í banni.
Sky Sports er meðal fjölmiðla í banni.
Mynd: Getty Images
Riath Al-Samarrai blaðamaður Daily Mail segir að Manchester United líti bjánalega út og hafi skotið sig í fótinn með því að setja nokkra fjölmiðla í bann frá fréttamannafundum.

„Þeir tapa inni á vellinum og missa glóruna utan hans," segir Al-Samarrai. Hann segir að umfjöllun fjölmiðla um að víða sé pottur brotinn innan leikmannahópsins sé ekki úr lausu lofti gripin.

„Við vissum það fyrir að það er neikvæðni í leikmannahópnum, við höfum vitað það í talsverðan tíma. Við vitum það vegna þess að við heyrum það frá nokkrum heimildarmönnum innan félagsins. Þessar fréttir af sundruðum klefa voru bara uppfærsla af því sem áður hefur verið fjallað um."

Al-Samarrai segir að virtir og trúverðugir blaðamenn með sterk sambönd hafi fjallað um þetta og þessum heimildum megi treysta. Blaðamenn viti vel að lið United sé ekki sameinað.

„Þessi aðgerð Manchester United í garð blaðamanna er síðasta útspilið í örvæntingu. Það lýsir vænisýki innan félagsins."
Athugasemdir
banner
banner