Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   fös 06. desember 2024 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Burnley mistókst að komast á toppinn
Connor Roberts skoraði með flottu skoti fyrir utan teig
Connor Roberts skoraði með flottu skoti fyrir utan teig
Mynd: Burnley
Burnley 1 - 1 Middlesbrough
0-1 Anfernee Dijksteel ('13 )
1-1 Connor Roberts ('37 )

Burnley gerði 1-1 jafntefli við Middlesbrough á Turf Moor í ensku B-deildinni í kvöld og missti þar af frábæru tækifæri til að komast á toppinn.

Heimamenn í Burnley voru á góðu skriði fram að þessum leik en liðið hafði unnið fjóra deildarleiki í röð á meðan Middlesbrough hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.

Boro byrjaði betur. Daniel Barlasar átti konfektsendingu inn fyrir vörnina á Anfernee Dijksteel sem var tekinn niður, en náði rétt á undan að stinga boltanum framhjá James Trafford og í netið.

Connor Roberts jafnaði fyrir Burnley með stórgóðu marki á 37. mínútu. Roberts var fyrir utan teiginn, fann Josh Brownhill sem potaði honum aftur á velska landsliðsmanninn. Roberts hugsaði sig ekki tvisvar um, hann sá markvörð Boro framarlega og ákvað að skrúfa boltanum yfir hann og á mitt markið.

Fleiri urðu mörkin ekki þó bæði lið hafi fengið góð færi. Burnley missti þarna af dauðafæri til að komast á toppinn en liðið er áfram í 2. sæti með 37 stig á meðan Boro er í 5. sæti með 31 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 21 14 5 2 52 22 +30 47
2 Middlesbrough 21 12 6 3 33 22 +11 42
3 Preston NE 21 9 8 4 29 22 +7 35
4 Millwall 21 10 5 6 25 29 -4 35
5 Ipswich Town 21 9 7 5 35 22 +13 34
6 Hull City 21 10 4 7 36 35 +1 34
7 Stoke City 21 10 3 8 28 20 +8 33
8 Leicester 21 8 7 6 30 27 +3 31
9 QPR 21 9 4 8 28 33 -5 31
10 Southampton 21 8 6 7 35 30 +5 30
11 Bristol City 21 8 6 7 28 24 +4 30
12 Birmingham 21 8 5 8 30 26 +4 29
13 Watford 21 7 8 6 30 28 +2 29
14 Wrexham 21 6 10 5 26 25 +1 28
15 West Brom 21 8 4 9 25 28 -3 28
16 Derby County 20 7 6 7 27 29 -2 27
17 Charlton Athletic 20 6 6 8 20 26 -6 24
18 Sheffield Utd 21 7 2 12 25 31 -6 23
19 Swansea 21 6 5 10 22 29 -7 23
20 Blackburn 20 6 4 10 20 26 -6 22
21 Portsmouth 20 5 5 10 17 27 -10 20
22 Oxford United 21 4 7 10 22 30 -8 19
23 Norwich 21 4 5 12 24 34 -10 17
24 Sheff Wed 19 1 6 12 15 37 -22 -9
Athugasemdir