Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mán 07. janúar 2019 22:32
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher sáttur með tapið gegn Wolves
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp tefldi fram varaliði er Liverpool heimsótti Wolves í 64-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld.

Liverpool stóð sig ekki sérlega vel og tapaði 2-1 en komst þó nálægt því að jafna og knýja þannig fram seinni leik á Anfield þegar John Ruddy blakaði stórkostlegri aukaspyrnu Xherdan Shaqiri í stöngina og út.

Jamie Carragher tjáði sig um leikinn á samfélagsmiðlum að leikslokum og virtist ekki vera sérlega óhress þrátt fyrir tap.

„Ég hef ekkert útá liðsvalið hans Klopp að setja og hefði frekar viljað sjá okkur sigra leikinn," skrifaði Carragher á Twitter.

„En þetta er besti möguleiki sem við höfum haft til að vinna úrvalsdeildina í mörg ár og það gætu verið álíka mörg ár í næsta tækifæri.

„Þetta er ekki besti möguleikinn því við erum með fjögurra stiga forystu, heldur vegna þess að Man City og Tottenham þurfa að spila miklu fleiri leiki."





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner