Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. febrúar 2023 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hlutir sem maður sá áður en fótboltinn spilltist"
Gunnhildur er uppalin hjá Stjörnunni og er mætt aftur í Garðabæinn.
Gunnhildur er uppalin hjá Stjörnunni og er mætt aftur í Garðabæinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirmynd.
Fyrirmynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fékk á dögunum heldur betur öflugan liðsstyrk þegar landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og eiginkona hennar, Erin McLeod, skrifuðu undir hjá félaginu. Gunnhildur er gífurlega reynslumikil og Erin hefur varið mark kanadíska landsliðsins í tvo áratugu.

Fótbolti.net ræddi við Kristján Guðmundsson, þjálfara Stjörnunnar, í dag og spurði hann út í komu Gunnhildar og Erin.

Sjá einnig:
Þurfti að ræða sérstaklega við markmennina sína - „Hvað verður er ekki alveg fyrirséð"

„Í Gunnhildi fáum við mjög góðan leikmann inn í hópinn og inn á æfingarnar. Hún er góður æfingamaður sem kemur með fagmennsku inn á æfingarnar. Hennar gildi eru mjög jákvæð og gaman að sjá hluti hjá henni sem maður sá áður en fótboltinn spilltist. Hluti sem yngri leikmenn leikmenn ættu að taka sér til fyrirmyndar," sagði Kristján.

Eitthvað sérstakt þar?

„Bara að taka upp æfingafötin, hvort sem það er eftir sjálfan sig eða annan, sækja bolta ef maður er í reit og annað. Það er ýmislegt, litlir hlutir sem skipta máli."

„Hópurinn er mjög góður hjá okkur og hún eykur gæðin enn frekar. Hún er að hjálpa ungu leikmönnunum, strax farin að tala við ungu leikmennina, hrósa þeim og svo framvegis. Leikmenn þekkja hana og hún er fyrirmynd áður en hún kemur til liðsins; fyrirmynd sem landsliðskona, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar og leikmaður sem hefur spilað erlendis."


Breytir koma hennar hvernig Stjarnan nálgast komandi tímabil? „Hún styrkir það sem við ætlum að gera á þessu ári," sagði Kristján.

Stjarnan endaði í öðru sæti á síðasta tímabili og fer í forkeppni Meistaradeildarinnar í haust. Hér að neðan má hlusta á viðtal við Gunnhildi þar sem hún ræðir m.a. heimkomuna.
Gunnhildur Yrsa er mætt heim - Kom ekkert annað til greina
Athugasemdir
banner
banner
banner