Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   mið 07. apríl 2021 12:32
Elvar Geir Magnússon
Luis Suarez gæti verið frá í þrjár vikur
Atletico Madrid hefur staðfest að úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez sé meiddur á vinstri fæti.

Verið er að skoða meiðslin nánar en Suarez haltraði af æfingu í gær.

Suarez tekur út leikbann gegn Real Betis um komandi helgi en spænskir fjölmiðlar segja að hann gæti verið frá næstu þrjár vikurnar vegna þessara meiðsla.

Suarez er 34 ára og hefur skorað nítján mörk í La Liga á þessu tímabili en er aðeins með eitt mark í síðustu fjórum leikjum og þrjú í síðustu ellefu.

Atletico Madrid hefur fatast flugið að undanförnu en er þó enn á toppi spænsku deildarinnar.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner
banner