Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fim 07. maí 2020 15:05
Magnús Már Einarsson
Guðni um áhorfendur: Förum betur yfir það á næstu dögum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ kynnti í dag drög að leikjaniðurröðun fyrir mót sumarsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir þó að möguleiki sé á einhverjum bryetingum ennþá. „Þetta eru drögin eins og þau líta út í dag," sagði Guðni við Fótbolta.net.

Keppni í Pepsi Max-deild karla á að ljúka 31. október og úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður 7. nóvember samkvæmt drögum dagsins.

„Þetta gefur okkur mynd ef að við lengum tímabilið, eins og mikið hefur verið í umræðunni, hvernig við tökumst á við það. Október á að vera í ágætis lagi veðurfarslega séð en það getur brugðið til beggja vona með veðrið alveg eins og í september. Við munum tækla það. Við erum að bregðast við þessum einstöku aðstæðum og ég á von á að mótið verði fjörugt og skemmtilegt."

Ljóst er að takmarkanir verða á áhorfendum í byrjun móts en það á eftir að koma í ljós hvenig það verður útfært. Í dag er talað um takmarkið séu 100 áhorfendur en möguleiki er á að búa til fleiri en eitt áhorfendasvæði á sumum völlum.

„Það er misjafnt eftir völlum hvernig þetta gæti hentað. Þetta er eitthvað sem við munum fara betur yfir á næstu dögum," sagði Guðni.

Félagaskiptaglugginn lokaði á dögunum og breytingar verða á opnunartíma hans í sumar. „Við erum að leggja lokahönd á það og munum hliðra því til eins og við teljum að sé best í þessum aðstæðum," sagði Guðni.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild en þar talar Guðni einnig um möguleika á fjölgun skiptinga og breytingum á æfingum meistaraflokka.
Athugasemdir
banner