Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 07. maí 2020 15:05
Magnús Már Einarsson
Guðni um áhorfendur: Förum betur yfir það á næstu dögum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ kynnti í dag drög að leikjaniðurröðun fyrir mót sumarsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir þó að möguleiki sé á einhverjum bryetingum ennþá. „Þetta eru drögin eins og þau líta út í dag," sagði Guðni við Fótbolta.net.

Keppni í Pepsi Max-deild karla á að ljúka 31. október og úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður 7. nóvember samkvæmt drögum dagsins.

„Þetta gefur okkur mynd ef að við lengum tímabilið, eins og mikið hefur verið í umræðunni, hvernig við tökumst á við það. Október á að vera í ágætis lagi veðurfarslega séð en það getur brugðið til beggja vona með veðrið alveg eins og í september. Við munum tækla það. Við erum að bregðast við þessum einstöku aðstæðum og ég á von á að mótið verði fjörugt og skemmtilegt."

Ljóst er að takmarkanir verða á áhorfendum í byrjun móts en það á eftir að koma í ljós hvenig það verður útfært. Í dag er talað um takmarkið séu 100 áhorfendur en möguleiki er á að búa til fleiri en eitt áhorfendasvæði á sumum völlum.

„Það er misjafnt eftir völlum hvernig þetta gæti hentað. Þetta er eitthvað sem við munum fara betur yfir á næstu dögum," sagði Guðni.

Félagaskiptaglugginn lokaði á dögunum og breytingar verða á opnunartíma hans í sumar. „Við erum að leggja lokahönd á það og munum hliðra því til eins og við teljum að sé best í þessum aðstæðum," sagði Guðni.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild en þar talar Guðni einnig um möguleika á fjölgun skiptinga og breytingum á æfingum meistaraflokka.
Athugasemdir
banner