Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 07. ágúst 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Langar gjarnan að sjá þau aftur
Jón Þór, þjálfari ÍA.
Jón Þór, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hörkuleikur og ótrúlegt að þetta hafi verið markalaus leikur.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 0-0 jafntefli við Vestra á Ísafirði í dag.


Lestu um leikinn: Vestri 0 -  0 ÍA

Jón er ekki sáttur að fara heim aðeins með eitt stig í dag.

Ég er drullufúll að fara ekki með fleiri stig heim héðan. Við hefðum getað tapað þessum leik í restina en fram að því leið okkur þannig að við værum með algjöra stjórn á því sem við vorum að gera.“ sagði Jón og ræddi svo mörkin sem voru tekin af þeim í dag.

Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi tvö mörk sem voru dæmd af okkur aftur. Hvort að skotið hjá Steinari hafi verið inni í fyrri hálfleik og svo markið sem við skorum í seinni hálfleik, hann dæmir hendi á það. Ég get engan veginn dæmt það en langar gjarnan að sjá það aftur.

Árni Marinó varði mjög vel í seinni hálfleiknum en Jón Þór var spurður hvort hann fengi koss á kinn eftir frammistöðuna hans í dag.

Nei það er hans hlutverk og hann gerði það bara vel, frábærlega gert.

Jón Þór þjálfaði einu sinni Vestraliðið en hann var spurður hvort það hafi verið blendnar tilfinningar að mæta sínum gömlu félögum í dag.

„Það er bara gaman. Frábært fólk hérna og frábært umhverfi hérna. Við erum búnir að vera hérna síðan í gær og ég átti frábæran tíma hérna. Það er mjög skemmtilegt að koma hingað, frábær völlur og frábært fólk í kringum klúbbinn. Bara skemmtilegt.“ sagði Jón Þór.

Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner