Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   mið 07. ágúst 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Langar gjarnan að sjá þau aftur
Jón Þór, þjálfari ÍA.
Jón Þór, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hörkuleikur og ótrúlegt að þetta hafi verið markalaus leikur.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 0-0 jafntefli við Vestra á Ísafirði í dag.


Lestu um leikinn: Vestri 0 -  0 ÍA

Jón er ekki sáttur að fara heim aðeins með eitt stig í dag.

Ég er drullufúll að fara ekki með fleiri stig heim héðan. Við hefðum getað tapað þessum leik í restina en fram að því leið okkur þannig að við værum með algjöra stjórn á því sem við vorum að gera.“ sagði Jón og ræddi svo mörkin sem voru tekin af þeim í dag.

Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi tvö mörk sem voru dæmd af okkur aftur. Hvort að skotið hjá Steinari hafi verið inni í fyrri hálfleik og svo markið sem við skorum í seinni hálfleik, hann dæmir hendi á það. Ég get engan veginn dæmt það en langar gjarnan að sjá það aftur.

Árni Marinó varði mjög vel í seinni hálfleiknum en Jón Þór var spurður hvort hann fengi koss á kinn eftir frammistöðuna hans í dag.

Nei það er hans hlutverk og hann gerði það bara vel, frábærlega gert.

Jón Þór þjálfaði einu sinni Vestraliðið en hann var spurður hvort það hafi verið blendnar tilfinningar að mæta sínum gömlu félögum í dag.

„Það er bara gaman. Frábært fólk hérna og frábært umhverfi hérna. Við erum búnir að vera hérna síðan í gær og ég átti frábæran tíma hérna. Það er mjög skemmtilegt að koma hingað, frábær völlur og frábært fólk í kringum klúbbinn. Bara skemmtilegt.“ sagði Jón Þór.

Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner