Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
   mið 07. ágúst 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Langar gjarnan að sjá þau aftur
Jón Þór, þjálfari ÍA.
Jón Þór, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hörkuleikur og ótrúlegt að þetta hafi verið markalaus leikur.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 0-0 jafntefli við Vestra á Ísafirði í dag.


Lestu um leikinn: Vestri 0 -  0 ÍA

Jón er ekki sáttur að fara heim aðeins með eitt stig í dag.

Ég er drullufúll að fara ekki með fleiri stig heim héðan. Við hefðum getað tapað þessum leik í restina en fram að því leið okkur þannig að við værum með algjöra stjórn á því sem við vorum að gera.“ sagði Jón og ræddi svo mörkin sem voru tekin af þeim í dag.

Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi tvö mörk sem voru dæmd af okkur aftur. Hvort að skotið hjá Steinari hafi verið inni í fyrri hálfleik og svo markið sem við skorum í seinni hálfleik, hann dæmir hendi á það. Ég get engan veginn dæmt það en langar gjarnan að sjá það aftur.

Árni Marinó varði mjög vel í seinni hálfleiknum en Jón Þór var spurður hvort hann fengi koss á kinn eftir frammistöðuna hans í dag.

Nei það er hans hlutverk og hann gerði það bara vel, frábærlega gert.

Jón Þór þjálfaði einu sinni Vestraliðið en hann var spurður hvort það hafi verið blendnar tilfinningar að mæta sínum gömlu félögum í dag.

„Það er bara gaman. Frábært fólk hérna og frábært umhverfi hérna. Við erum búnir að vera hérna síðan í gær og ég átti frábæran tíma hérna. Það er mjög skemmtilegt að koma hingað, frábær völlur og frábært fólk í kringum klúbbinn. Bara skemmtilegt.“ sagði Jón Þór.

Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner