Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 07. ágúst 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Langar gjarnan að sjá þau aftur
Jón Þór, þjálfari ÍA.
Jón Þór, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hörkuleikur og ótrúlegt að þetta hafi verið markalaus leikur.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 0-0 jafntefli við Vestra á Ísafirði í dag.


Lestu um leikinn: Vestri 0 -  0 ÍA

Jón er ekki sáttur að fara heim aðeins með eitt stig í dag.

Ég er drullufúll að fara ekki með fleiri stig heim héðan. Við hefðum getað tapað þessum leik í restina en fram að því leið okkur þannig að við værum með algjöra stjórn á því sem við vorum að gera.“ sagði Jón og ræddi svo mörkin sem voru tekin af þeim í dag.

Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi tvö mörk sem voru dæmd af okkur aftur. Hvort að skotið hjá Steinari hafi verið inni í fyrri hálfleik og svo markið sem við skorum í seinni hálfleik, hann dæmir hendi á það. Ég get engan veginn dæmt það en langar gjarnan að sjá það aftur.

Árni Marinó varði mjög vel í seinni hálfleiknum en Jón Þór var spurður hvort hann fengi koss á kinn eftir frammistöðuna hans í dag.

Nei það er hans hlutverk og hann gerði það bara vel, frábærlega gert.

Jón Þór þjálfaði einu sinni Vestraliðið en hann var spurður hvort það hafi verið blendnar tilfinningar að mæta sínum gömlu félögum í dag.

„Það er bara gaman. Frábært fólk hérna og frábært umhverfi hérna. Við erum búnir að vera hérna síðan í gær og ég átti frábæran tíma hérna. Það er mjög skemmtilegt að koma hingað, frábær völlur og frábært fólk í kringum klúbbinn. Bara skemmtilegt.“ sagði Jón Þór.

Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner