Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 07. ágúst 2024 02:31
Sölvi Haraldsson
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Björn Breiðfjörð.
Björn Breiðfjörð.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta var jafn leikur til að byrja með svo finnst mér við taka aðeins yfir. Svo skora þeir fyrsta markið og skora annað, eftir það tökum við aðeins yfir leikinn. Rauða spjaldið gjörbreytir öllu. Mér fannst við fínir en töpum 3-1 þú getur ekkert sagt að þú hafir verið fínn þegar þú tapar 3-1 og harðneitar að skora mörg. Árbær verða betri ef eitthvað þegar þeir lenda manni færri. Því miður.‘ sagði Björn Breiðfjörð eftir 3-1 tap hans manna í Vængjum Júpíters á FC Árbæ í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins.


Lestu um leikinn: Vængir Júpiters 1 -  3 Árbær

Björn var ekki sáttur með hvernig hans menn spiluðu einum manni fleiri.

Við fáum kannski eitt hálf færi eftir að við erum manni fleiri. Mörk vinna leiki og við skoruðum ekki nóg í dag.

Björn segir að leikurinn í kvöld segir sögu Vængjanna í allt sumar.

Við erum í bullandi fallbaráttu og í þerri hörku núna. Mér finnst sumarið kórónast í þessum leik. Flottir með boltann og á milli teiganna en síðan í okkar teig og teig andstæðingsins er eitthvað andlegt sem gerist. Eða eitthvað hjá okkur í þjálfarateyminu því þessir strákar eru sturlaðir í fótbolta. Þetta Árbæjarlið er í 2. sæti í deildinni og við erum betri en þeir 11 á móti 11 finnst mér. En við erum að fara að halda okkur uppi í þessari 3. deild, það er 100 pé.

Vængirnir eiga markahæsta leikmann deildarinnar, Rafael Mána, sem hefur skorað 12 mörk í 14 leikjum. Hvaða leikmaður er þetta?

Hann er 2007 módel og frábær einstaklingur fyrst og fremst. Ótrúlega góður leikmaður og menn geta fylgst með honum í framtíðinni. 12 mörk í 14 leikjum og gæti verið kominn með fleiri ef ég er frekur. En þetta er alvöru karakter. Þessi gæi var í marki þar til hann var í 5. flokki. Fer út í 4. flokk og er lykilmaður í 3. deildinni fæddur árið 2007. Ég hef fulla trú á honum og allir hér í Vængjunum. Hann kemst eins langt og hann vill.‘ sagði Björn Breiðfjörð.

Viðtalið við Björn má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner