Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   mið 07. ágúst 2024 02:31
Sölvi Haraldsson
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Björn Breiðfjörð.
Björn Breiðfjörð.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta var jafn leikur til að byrja með svo finnst mér við taka aðeins yfir. Svo skora þeir fyrsta markið og skora annað, eftir það tökum við aðeins yfir leikinn. Rauða spjaldið gjörbreytir öllu. Mér fannst við fínir en töpum 3-1 þú getur ekkert sagt að þú hafir verið fínn þegar þú tapar 3-1 og harðneitar að skora mörg. Árbær verða betri ef eitthvað þegar þeir lenda manni færri. Því miður.‘ sagði Björn Breiðfjörð eftir 3-1 tap hans manna í Vængjum Júpíters á FC Árbæ í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins.


Lestu um leikinn: Vængir Júpiters 1 -  3 Árbær

Björn var ekki sáttur með hvernig hans menn spiluðu einum manni fleiri.

Við fáum kannski eitt hálf færi eftir að við erum manni fleiri. Mörk vinna leiki og við skoruðum ekki nóg í dag.

Björn segir að leikurinn í kvöld segir sögu Vængjanna í allt sumar.

Við erum í bullandi fallbaráttu og í þerri hörku núna. Mér finnst sumarið kórónast í þessum leik. Flottir með boltann og á milli teiganna en síðan í okkar teig og teig andstæðingsins er eitthvað andlegt sem gerist. Eða eitthvað hjá okkur í þjálfarateyminu því þessir strákar eru sturlaðir í fótbolta. Þetta Árbæjarlið er í 2. sæti í deildinni og við erum betri en þeir 11 á móti 11 finnst mér. En við erum að fara að halda okkur uppi í þessari 3. deild, það er 100 pé.

Vængirnir eiga markahæsta leikmann deildarinnar, Rafael Mána, sem hefur skorað 12 mörk í 14 leikjum. Hvaða leikmaður er þetta?

Hann er 2007 módel og frábær einstaklingur fyrst og fremst. Ótrúlega góður leikmaður og menn geta fylgst með honum í framtíðinni. 12 mörk í 14 leikjum og gæti verið kominn með fleiri ef ég er frekur. En þetta er alvöru karakter. Þessi gæi var í marki þar til hann var í 5. flokki. Fer út í 4. flokk og er lykilmaður í 3. deildinni fæddur árið 2007. Ég hef fulla trú á honum og allir hér í Vængjunum. Hann kemst eins langt og hann vill.‘ sagði Björn Breiðfjörð.

Viðtalið við Björn má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner