Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   mið 07. ágúst 2024 02:31
Sölvi Haraldsson
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Björn Breiðfjörð.
Björn Breiðfjörð.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta var jafn leikur til að byrja með svo finnst mér við taka aðeins yfir. Svo skora þeir fyrsta markið og skora annað, eftir það tökum við aðeins yfir leikinn. Rauða spjaldið gjörbreytir öllu. Mér fannst við fínir en töpum 3-1 þú getur ekkert sagt að þú hafir verið fínn þegar þú tapar 3-1 og harðneitar að skora mörg. Árbær verða betri ef eitthvað þegar þeir lenda manni færri. Því miður.‘ sagði Björn Breiðfjörð eftir 3-1 tap hans manna í Vængjum Júpíters á FC Árbæ í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins.


Lestu um leikinn: Vængir Júpiters 1 -  3 Árbær

Björn var ekki sáttur með hvernig hans menn spiluðu einum manni fleiri.

Við fáum kannski eitt hálf færi eftir að við erum manni fleiri. Mörk vinna leiki og við skoruðum ekki nóg í dag.

Björn segir að leikurinn í kvöld segir sögu Vængjanna í allt sumar.

Við erum í bullandi fallbaráttu og í þerri hörku núna. Mér finnst sumarið kórónast í þessum leik. Flottir með boltann og á milli teiganna en síðan í okkar teig og teig andstæðingsins er eitthvað andlegt sem gerist. Eða eitthvað hjá okkur í þjálfarateyminu því þessir strákar eru sturlaðir í fótbolta. Þetta Árbæjarlið er í 2. sæti í deildinni og við erum betri en þeir 11 á móti 11 finnst mér. En við erum að fara að halda okkur uppi í þessari 3. deild, það er 100 pé.

Vængirnir eiga markahæsta leikmann deildarinnar, Rafael Mána, sem hefur skorað 12 mörk í 14 leikjum. Hvaða leikmaður er þetta?

Hann er 2007 módel og frábær einstaklingur fyrst og fremst. Ótrúlega góður leikmaður og menn geta fylgst með honum í framtíðinni. 12 mörk í 14 leikjum og gæti verið kominn með fleiri ef ég er frekur. En þetta er alvöru karakter. Þessi gæi var í marki þar til hann var í 5. flokki. Fer út í 4. flokk og er lykilmaður í 3. deildinni fæddur árið 2007. Ég hef fulla trú á honum og allir hér í Vængjunum. Hann kemst eins langt og hann vill.‘ sagði Björn Breiðfjörð.

Viðtalið við Björn má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner