Daniel Wass, fyrirliði Bröndby, er mættur til Íslands til að spila gegn Víkingi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Wass, sem er 36 ára, á frábæran feril að baki þar sem hann spilaði meðal annars fyrir Atletico Madrid, Celta Vigo og Valencia á Spáni ásamt því að leika 44 landsleiki fyrir Danmörku.
Hann ræddi stuttlega við Fótbolta.net í gær fyrir æfingu Bröndby á Víkingsvellinum.
Hann ræddi stuttlega við Fótbolta.net í gær fyrir æfingu Bröndby á Víkingsvellinum.
„Við áttum langt ferðalag en tilfinningin fyrir leiknum er góð," sagði Wass.
„Við höfum skoðað myndbönd af Víkingum, þeir eru sterkt lið með mjög góða leikmenn. Þetta verður spennandi leikur fyrir bæði lið á morgun (í kvöld)."
Hvernig meturðu möguleikana?
„Möguleikarnir eru góðir, en það getur allt gerst í fótbolta," sagði Wass og bætti við að andrúmsloftið í hópnum hjá Bröndby væri gott.
Wass, sem sneri aftur til Bröndby árið 2022, vonast til að hjálpa liðinu að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég spila á Íslandi. Þetta er falleg eyja og þetta verður spennandi leikur."
Athugasemdir