Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 07. ágúst 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Fyrirliði Bröndby á Víkingsvelli: Getur allt gerst í fótbolta
Daniel Wass, fyrirliði Bröndby.
Daniel Wass, fyrirliði Bröndby.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daniel Wass, fyrirliði Bröndby, er mættur til Íslands til að spila gegn Víkingi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Wass, sem er 36 ára, á frábæran feril að baki þar sem hann spilaði meðal annars fyrir Atletico Madrid, Celta Vigo og Valencia á Spáni ásamt því að leika 44 landsleiki fyrir Danmörku.

Hann ræddi stuttlega við Fótbolta.net í gær fyrir æfingu Bröndby á Víkingsvellinum.

„Við áttum langt ferðalag en tilfinningin fyrir leiknum er góð," sagði Wass.

„Við höfum skoðað myndbönd af Víkingum, þeir eru sterkt lið með mjög góða leikmenn. Þetta verður spennandi leikur fyrir bæði lið á morgun (í kvöld)."

Hvernig meturðu möguleikana?

„Möguleikarnir eru góðir, en það getur allt gerst í fótbolta," sagði Wass og bætti við að andrúmsloftið í hópnum hjá Bröndby væri gott.

Wass, sem sneri aftur til Bröndby árið 2022, vonast til að hjálpa liðinu að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég spila á Íslandi. Þetta er falleg eyja og þetta verður spennandi leikur."
Athugasemdir