Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
Sölvi telur Bröndby hafa vanmetið Víking: „Kaupmannahafnarbúar líta stórt á sig“
Nik: Það getur allt gerst í bikarleik, sjáðu bara Man Utd á móti Coventry
Hrafnhildur Ása: Tveir tapleikir í bikarúrslit, kominn tími til að vinna
Fyrirliði Bröndby á Víkingsvelli: Getur allt gerst í fótbolta
Þjálfari Bröndby: Forréttindi að koma til Íslands
Niko Hansen fremstur í flokki af löndum sínum - „Víkingur er mitt lið"
Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
   fim 07. ágúst 2025 23:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við mættum Val á góðum tíma fyrir okkur, en við erum sjálfum okkar verstar í dag og förum niður á ákveðið stig sem þær eiga að vera á en ekki við - þar sem þær eru búnar að spila tvo leiki frá því að við spiluðum síðast. Frábært hjá Val, gera þetta vel, ná í þrjú stig, og mjög illa gert hjá okkur," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, súr þjálfari Þórs/KA, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  2 Valur

Tvær vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum, ein fyrir hvort liðið. „Dómararnir geta ekki svarað fyrir sig þannig ég ætla ekki að vera segja neitt um það, en ef ég hefði verið að dæma þennan leik þá hefðu vítin verið fjögur."

Valur hefur gott tak á Þór/KA í Íslandsmótinu, unnið marga leiki í röð.

„Hver leikur hefur sitt líf og við áttum ekki að tapa þessum, það var ofboðslega lélegt hjá okkur að tapa þessum."

„Við getum gert ýmislegt, en ef við ætlum alltaf að vera gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum, þá getum við gleymt því að vera berjast um einhvern topp. Við verðum að fara átta okkur á því að það skiptir engu máli hvað við gerum milli leikja ef við komum alltaf inn í leikinn og bregðumst sjálfum okkur þar,"
sagði þjálfarinn.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 13 11 1 1 52 - 9 +43 34
2.    FH 11 8 1 2 26 - 12 +14 25
3.    Þróttur R. 11 8 1 2 24 - 11 +13 25
4.    Þór/KA 12 6 0 6 20 - 20 0 18
5.    Valur 13 5 3 5 16 - 19 -3 18
6.    Stjarnan 12 5 0 7 15 - 24 -9 15
7.    Fram 12 5 0 7 16 - 30 -14 15
8.    Tindastóll 12 4 1 7 17 - 23 -6 13
9.    Víkingur R. 11 3 1 7 18 - 27 -9 10
10.    FHL 11 0 0 11 5 - 34 -29 0
Athugasemdir
banner