
„Við mættum Val á góðum tíma fyrir okkur, en við erum sjálfum okkar verstar í dag og förum niður á ákveðið stig sem þær eiga að vera á en ekki við - þar sem þær eru búnar að spila tvo leiki frá því að við spiluðum síðast. Frábært hjá Val, gera þetta vel, ná í þrjú stig, og mjög illa gert hjá okkur," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, súr þjálfari Þórs/KA, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór/KA 1 - 2 Valur
Tvær vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum, ein fyrir hvort liðið. „Dómararnir geta ekki svarað fyrir sig þannig ég ætla ekki að vera segja neitt um það, en ef ég hefði verið að dæma þennan leik þá hefðu vítin verið fjögur."
Valur hefur gott tak á Þór/KA í Íslandsmótinu, unnið marga leiki í röð.
„Hver leikur hefur sitt líf og við áttum ekki að tapa þessum, það var ofboðslega lélegt hjá okkur að tapa þessum."
„Við getum gert ýmislegt, en ef við ætlum alltaf að vera gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum, þá getum við gleymt því að vera berjast um einhvern topp. Við verðum að fara átta okkur á því að það skiptir engu máli hvað við gerum milli leikja ef við komum alltaf inn í leikinn og bregðumst sjálfum okkur þar," sagði þjálfarinn.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 13 | 11 | 1 | 1 | 52 - 9 | +43 | 34 |
2. FH | 11 | 8 | 1 | 2 | 26 - 12 | +14 | 25 |
3. Þróttur R. | 11 | 8 | 1 | 2 | 24 - 11 | +13 | 25 |
4. Þór/KA | 12 | 6 | 0 | 6 | 20 - 20 | 0 | 18 |
5. Valur | 13 | 5 | 3 | 5 | 16 - 19 | -3 | 18 |
6. Stjarnan | 12 | 5 | 0 | 7 | 15 - 24 | -9 | 15 |
7. Fram | 12 | 5 | 0 | 7 | 16 - 30 | -14 | 15 |
8. Tindastóll | 12 | 4 | 1 | 7 | 17 - 23 | -6 | 13 |
9. Víkingur R. | 11 | 3 | 1 | 7 | 18 - 27 | -9 | 10 |
10. FHL | 11 | 0 | 0 | 11 | 5 - 34 | -29 | 0 |
Athugasemdir