Gylfi Þór Sigurðsson lék á alls oddi þegar Víkingur vann magnaðan sigur gegn danska stórveldinu Bröndby fyrr í kvöld. Leikar enduðu 3-0 og lagði Gylfi upp fyrstu tvö mörkin.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 0 Bröndby
Gylfi Þór Sigurðsson lék á alls oddi þegar Víkingur vann magnaðan sigur gegn danska stórveldinu Bröndby fyrr í kvöld. Leikar enduðu 3-0 og lagði Gylfi upp fyrstu tvö mörkin.
„Við vissum að við skorum í flestum leikjum, erum sterkir í föstum leikatriðum og góðir varnarlega. Aðalatriðið hjá okkur var að halda skipulagi og nýta færin þegar við fengum þau og það er það sem við gerðum í kvöld."
„Það er erfitt að koma hingað og spila. Þetta verður erfiður leikur úti. Ég vissi að þeir yrðu góðir, en bjóst kannski ekki við 3-0."
Gylfi segir þennan leik hafa verið skemmtilegasta leik, sem hann hefur spilað í treyju Víkings.
„Já ég held það. Það er búið að vera mikil stemning síðasta árið í kringum Evrópukeppnir. Maður finnur það alveg að það er eitthvað sérstakt að gerast hérna. Vonandi heldur það áfram í næstu viku."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir