Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 07. ágúst 2025 20:52
Alexander Tonini
Hrafnhildur Ása: Tveir tapleikir í bikarúrslit, kominn tími til að vinna
Kvenaboltinn
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir með boltann
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir með boltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta öðruvísi leikur, þær pressuðu mjög mikið. Við þurftum að vera þolinmóðar og bíða eftir opnum svæðum áður en að boltinn myndi detta inn", sagði Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir eftir stórsigur Blikastelpna í Úlfarsárdal. Stelpurnar úr Kópavogi komu sá og sigurðu 6-1 að leikslokum.

Nik Chamberlain gerði hvorki meira né minna en fimm breytingar frá sigurleiknum gegn Val 3-0 og nokkuð ljóst að Breiðablik er með besta hópinn í deildinni. Það var ekki að sjá á leiknum sjálfum að það vantaði nokkrar landsliðskonur sem fengu sér pásu á bekknum.

„Við erum með mjög breiðan hóp. Þetta er þriðji leikurinn okkar í vikunni. Við spiluðum bikarleik á móti ÍBV og á móti Val fyrir örfáum dögum. Bara fínt að dreifa álaginu fyrst að við erum með svona góðan hóp"

Lestu um leikinn: Fram 1 -  6 Breiðablik

En hvað finnst Hrafnhildi um að tvær landliðskonur koma inn á af bekknum þær Agla María og Áslaug Munda?

„Það er geggjað, þá veistu alveg hvað þú færð frá varamönnunum. Geggjað að eiga varmenn sem geta breytt leiknum"

Hrafnhildur Ása sem er fædd 2006 hefur oftast byrjað á bekknum í sumar en hún nýtti heldur betur tækifærið sitt hér í dag og átti stórleik. Lagði upp flott mark fyrir Edith sem skoraði fimmta mark liðsins hér í kvöld.
En hvernig fannst henni sinn leikur í dag?

„Mér fannst hann solid. Ég átti nokkrar góðar sendingar inni í teig. Við fengum alveg fullt af færum og hefðum getað skorað miklu fleiri mörk"

En er Breiðablik svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í ár?

„Við erum að stefna á hann, en við getum ekki verið of cocky núna það er fullt af leikjum eftir. Það er mjög fljótt að breytast í þessari deild. Miklu jafnari deild en vanalega finnst mér"

Breiðablik er líka komið í úrslit bikarins og mun mæta FH í þeim leik, hvernig leggst hann í Hrafnhildi

„Hann leggst mjög vel í mig. Ég hef farið i tvö bikarúrslit og tapað þeim báðum. Það væri extra nice að vinna núna"

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner