„Þetta eru mjög spennandi leikir sem við erum að fara að spila," sagði Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkinga, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í gær.
Víkingur mætir Bröndby frá Danmörku í forkeppni Sambandsdeildarinnar á Víkingsvelli í kvöld. Niko segir það skemmtilegt að mæta liði frá sínu heimalandi.
Víkingur mætir Bröndby frá Danmörku í forkeppni Sambandsdeildarinnar á Víkingsvelli í kvöld. Niko segir það skemmtilegt að mæta liði frá sínu heimalandi.
„Þetta verða mjög erfiðir leikir en ef við gerum okkar og spilum eins og við höfum spilað í síðustu leikjum, þá verður þetta gott. Við verðum að vera tilbúnir að berjast fyrir liðið."
Nikolaj segir það mikilvægt að ná í góð úrslit í kvöld og taka það með sér til Danmerkur.
„Ég spilaði minn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni gegn Bröndby þegar ég var 18 ára gamall. Á sama tíma er þetta bara annað lið sem við verðum að vinna."
Skrifaði undir nýjan samning
Það voru stórar fréttir í vikunni þar sem Nikolaj skrifaði undir nýjan samning við Víkinga. Hann var orðaður við KA en ákvað að vera áfram í Víkinni.
„Ég held að allir vita að Víkingur er mitt lið. Það tók smá tíma að taka ákvörðun með hvað ég ætlaði að gera. Ég elska að vera hér," sagði Nikolaj en hann segir að það hafi verið erfið tilhugsun að spila fyrir annað félag á Íslandi.
„Já, mjög erfitt. En þetta er líka bara fótbolti. Ég var að sjá að ég er sá danski leikmaður sem hef verið lengst samfleytt í sama félagi erlendis núna. Það heldur bara áfram. Víkingur hefur breyst svo mikið frá því ég kom fyrst og ég er stoltur að spila með Víkingsmerkið á mér," segir danski sóknarmaðurinn sem mun líklega bara klára ferilinn með Víkingi.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir