Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 07. ágúst 2025 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Niko Hansen fremstur í flokki af löndum sínum - „Víkingur er mitt lið"
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj hefur leikið með Víkingi frá 2017.
Nikolaj hefur leikið með Víkingi frá 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru mjög spennandi leikir sem við erum að fara að spila," sagði Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkinga, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í gær.

Víkingur mætir Bröndby frá Danmörku í forkeppni Sambandsdeildarinnar á Víkingsvelli í kvöld. Niko segir það skemmtilegt að mæta liði frá sínu heimalandi.

„Þetta verða mjög erfiðir leikir en ef við gerum okkar og spilum eins og við höfum spilað í síðustu leikjum, þá verður þetta gott. Við verðum að vera tilbúnir að berjast fyrir liðið."

Nikolaj segir það mikilvægt að ná í góð úrslit í kvöld og taka það með sér til Danmerkur.

„Ég spilaði minn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni gegn Bröndby þegar ég var 18 ára gamall. Á sama tíma er þetta bara annað lið sem við verðum að vinna."

Skrifaði undir nýjan samning
Það voru stórar fréttir í vikunni þar sem Nikolaj skrifaði undir nýjan samning við Víkinga. Hann var orðaður við KA en ákvað að vera áfram í Víkinni.

„Ég held að allir vita að Víkingur er mitt lið. Það tók smá tíma að taka ákvörðun með hvað ég ætlaði að gera. Ég elska að vera hér," sagði Nikolaj en hann segir að það hafi verið erfið tilhugsun að spila fyrir annað félag á Íslandi.

„Já, mjög erfitt. En þetta er líka bara fótbolti. Ég var að sjá að ég er sá danski leikmaður sem hef verið lengst samfleytt í sama félagi erlendis núna. Það heldur bara áfram. Víkingur hefur breyst svo mikið frá því ég kom fyrst og ég er stoltur að spila með Víkingsmerkið á mér," segir danski sóknarmaðurinn sem mun líklega bara klára ferilinn með Víkingi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir