Víkingar unnu ótrúlegan 3-0 sigur á Bröndby, í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu, fyrr í kvöld. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 0 Bröndby
„Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og þróaðist kemur þetta ekki á óvart að leikurinn hafi endað svona. Við hefðum getað skorað fleiri en þrjú mörk í leiknum. En vissulega eru þetta stór úrslit sem koma eflaust mörgum á óvart."
„Við bjuggumst við að þeir myndu pressa á okkur, Kaupmannahafnarbúar líta stórt á sig og myndu ekki vilja leyfa okkur að halda einhverju „possession-i". Við vorum undirbúnir fyrir það og sáum tækifærin til að meiða þá."
Fann Sölvi fyrir einhverju vanmati frá Bröndby?
„Ég býst við því að það hafi verið mikið vanmat hjá þeim. Við erum dálítið litla landið, ég býst við því að þeir héldu að þeir gætu labbað yfir okkur."
Sölvi Geir er fyrrum leikmaður FC København erkióvin Bröndby.„Ég er alveg viss um að mínir menn í FCK séu mjög sáttir með þessi úrslit.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir