Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stotur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
Sölvi telur Bröndby hafa vanmetið Víking: „Kaupmannahafnarbúar líta stórt á sig“
Nik: Það getur allt gerst í bikarleik, sjáðu bara Man Utd á móti Coventry
Hrafnhildur Ása: Tveir tapleikir í bikarúrslit, kominn tími til að vinna
Fyrirliði Bröndby á Víkingsvelli: Getur allt gerst í fótbolta
Þjálfari Bröndby: Forréttindi að koma til Íslands
Niko Hansen fremstur í flokki af löndum sínum - „Víkingur er mitt lið"
Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
   fim 07. ágúst 2025 21:42
Kári Snorrason
Sölvi telur Bröndby hafa vanmetið Víking: „Kaupmannahafnarbúar líta stórt á sig“
,,,Ég býst við því að það hafi verið mikið vanmat hjá þeim.
,,,Ég býst við því að það hafi verið mikið vanmat hjá þeim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu ótrúlegan 3-0 sigur á Bröndby, í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu, fyrr í kvöld. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Bröndby

„Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og þróaðist kemur þetta ekki á óvart að leikurinn hafi endað svona. Við hefðum getað skorað fleiri en þrjú mörk í leiknum. En vissulega eru þetta stór úrslit sem koma eflaust mörgum á óvart."

„Við bjuggumst við að þeir myndu pressa á okkur, Kaupmannahafnarbúar líta stórt á sig og myndu ekki vilja leyfa okkur að halda einhverju „possession-i". Við vorum undirbúnir fyrir það og sáum tækifærin til að meiða þá."

Fann Sölvi fyrir einhverju vanmati frá Bröndby?

„Ég býst við því að það hafi verið mikið vanmat hjá þeim. Við erum dálítið litla landið, ég býst við því að þeir héldu að þeir gætu labbað yfir okkur."

Sölvi Geir er fyrrum leikmaður FC København erkióvin Bröndby.„Ég er alveg viss um að mínir menn í FCK séu mjög sáttir með þessi úrslit.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner